Hugbúnaður fyrir viðskipti og framleiðni

Tölvudeild STP notast við ýmis tölvuforrit og aðra færni til að bæta og sérsníða hugbúnaðarumhverfi okkar.

Við erum með hugbúnaðartryggingaleyfi frá Microsoft (e. Microsoft Software Assurance) fyrir netþjóna og tölvur sem tryggir að allar tölvur keyra uppfærð, fínstillt og varin stýrikerfi og MS Office-hugbúnað.

Allar tölvurnar okkar keyra Windows 8.1 Enterprise eða Windows 10 með sérsniðinni STP-uppsetningu á öllum viðskipta- og framleiðnihugbúnaði sem notaður er hjá STP, þýðinga- og gátunarforritum, tungumálatengdu hliðsjónarefni, forritum, sérsniðnum lausnum o.s.frv.

Auðvitað notum við einnig fjöldann allan af öðrum nauðsynlegum forritum, svo sem Adobe Creative Cloud, og við hikum almennt ekki við að fjárfesta í nýjum hugbúnaði fyrir sérstök verkefni.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.