English translation services

Enska

Language Combinations

Þýðingar STP yfir á ensku eru eingöngu í höndum þýðenda og verkefnastjóra sem hafa ensku að móðurmáli og sem hafa menntun, færni og reynslu í eftirfarandi frummálum: dönsku, hollensku, frönsku, þýsku, íslensku, ítölsku, norsku, rússnesku, spænsku og sænsku.
Þýðingar okkar yfir á ensku eru að mestu leyti úr Norðurlandamálunum, frönsku og þýsku. Aftur á móti þýddum við árið 2013 af meira en 30 erlendum tungumálum yfir á ensku, alls rúmlega níu milljónir orða. Við þýðum einnig reglulega úr þeim frummálum sem talin eru upp hér að neðan en í mun minni mæli. Í gegnum verktaka okkar getum við unnið í öllum helstu tungumálum heims og mörgum þeirra minni líka.

 • Arabíska
 • Bosníska
 • Bosníska
 • Danska
 • Eistneska
 • Farsi
 • Finnska
 • Franska
 • Hebreska
 • Hollenska
 • Íslenska
 • Ítalska
 • Japanska
 • Kínverska (einfölduð og hefðbundin)
 • Kóreska
 • Lettneska
 • Litháíska
 • Norska
 • Pólska
 • Portúgalska
 • Sænska
 • Slóvenska
 • Spænska
 • Taílenska
 • Tékkneska
 • Þýska
 • Tyrkneska
 • Ungverska

Þessi listi er ekki tæmandi. Vinsamlega spyrjist fyrir um önnur frummál

About the language

Sjá einnig grein á Wikipedia um ensku.

Enska er eitt af útbreiddustu og mest töluðu málum heimsins. Saga hennar nær aftur til fimmtu aldar þegar þrír ættbálkar, Englar, Saxar og Jótar, lögðu upp í ferð yfir Norðursjóinn frá þeim stað sem í dag telst til Danmerkur og norðurhluta Þýskalands.

Í dag skiptist enskan í fjölmörg afbrigði, bæði stór og lítil, þar sem staðsetning ræður mestu um mismun á orðfæri, málfræði, orðatiltækjum, mállýskum o.s.frv. Helstu afbrigðin eru bandarísk enska, bresk enska, áströlsk/nýsjálensk enska, kanadísk enska, karabísk enska og suðurafrísk enska. STP þýðir aðallega yfir á breska ensku og að minna marki yfir á bandaríska ensku.

Style guide

STP hefur útbúið sínar eigin leiðbeiningar um stíl fyrir breska ensku sem allir þýðendur okkar fylgja við vinnu sína, nema sérkröfur frá viðskiptavini eða vegna verkefnis hafi forgang.

Language assets

Með því að sérhæfa sig í takmörkuðum fjölda tungumála getur STP fjárfest skynsamlega í hliðsjónarefni innanhúss, bæði málfræðilegu og á tilteknum sérsviðum.

Við búum yfir ítarlegu safni almennra og sértækra orðabóka, bæði á rafrænu og efnislegu formi, sem allir þýðendur innanhúss hafa aðgang að. Viðskiptavinir geta verið ófeimnir við að spyrjast fyrir um hvaða hliðsjónarefni við notum fyrir viðkomandi þýðingu.

Þar sem STP hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 1995 fjárfest í tækni og aukið umsvif sín umtalsvert ár frá ári hafa allir innanhússþýðendur aðgang að miðlægum þýðingaminnum sem innihalda milljónir þýddra orða, bæði úr eldri þýðingaverkum sem og úr opnum gagnagrunnum frá aðilum eins og Evrópusambandinu, Lyfjastofnun Evrópu og Microsoft. Í tungumálasamsetningunum DA-EN, NO-EN og SV-EN höfum við yfir að ráða miðlægum þýðingaminnum sem hafa að geyma á milli 30 og 40 milljónir orða. Magnið er minna í öðrum frummálum, en er þó ríflegt fyrir þau stærstu. Þessi þýðingaminni eru gríðarlega verðmætur grunnur fyrir innanhússþýðendur okkar þegar kemur að hugtakanotkun.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.