Hvað hentar ykkur best? Við hjá Sandberg höfum alltaf þarfir viðskiptavinarins að leiðarljósi. Með því að kynna okkur ykkar þarfir vitum við hvað við þurfum að gera til að mæta þeim.
Við notum þá þekkingu sem við höfum aflað sem ISO-viðurkenndur þýðingalausnaaðili með mikla reynslu af sérsniðnum þýðinga- og staðfæringarlausnum til að skapa frumlegar lausnir sem mæta ykkar samskiptaþörfum á ólíkum tungumálum.
Hvort sem þið þurfið staðfæringu á einstöku skjali eða þýðingu á samfelldum straumi texta höfum við til reiðu færa starfsmenn og innviði sem tryggja þér lausnirnar sem virka best fyrir þig.
Fræðast meiraAð skapa lausnir er aðeins flóknara en að bjóða upp á þjónustu.
Okkar tungumálalausnir byggjast á margra ára reynslu af því að þýða fyrir nokkur af verðmætustu tæknifyrirtækjunum í heimi. Þið getið notið góðs af þessari reynslu með því að láta okkur skapa lausnir fyrir ykkur.
Fræðast meiraÞað getur reynst torvelt að finna góðan staðfæringaraðila sem sérhæfir sig í Norðurlandamálunum. Sem betur fer erum við til staðar. Sérfræðingarnir okkar sem starfa innanhúss ásamt töluverðum fjölda af sjálfstæðum þýðendum gera okkur kleift að mæta öllum ykkar samskiptaþörfum á dönsku, ensku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku.
Við höfum áratugareynslu af þýðingageiranum. Við notum frumleika okkar og skapandi hugsunarhátt til að þróa leiðir til að framleiða góðar þýðingar á snöggum tíma – eitthvað sem hefur gert okkur að viðurkenndri miðstöð sérþekkingar á heimsvísu.
Fræðast meiraFyrirtækið einkennist af norrænum gildum okkar sem endurspeglast í því hvernig fyrirtækinu er stjórnað. Stjórnendurnir okkar skapa ekki bara fylgjendur heldur skapa þeir fleiri stjórnendur. Fyrir okkur snúast norræn gildi um miklu meira en bara þau tungumál sem við bjóðum upp á og tölum – þau snúast jafnframt um stjórnarhátt sem tekur tillit til sjónarmiða annarra, áherslu á samvinnu og trú að mikil ábyrgð fylgi miklu frelsi.
Hver og einn meðlimur í yfirstjórn Sandberg er þjálfaður þýðandi og hefur reynslu af þýðingaþjónustu. Þeir sýna gott fordæmi með góðum sjálfsaga, áframhaldandi atvinnuþjálfun og endalausum stuðningi við vinnufélaga sína.
Fræðast meira (á ensku)„Sandberg hefur alltaf gengist undir þær áskoranir sem við höfum lagt fyrir þá og staðið sig vel í öllum þáttum í samvinnu okkar. Við eigum samskipti við þá á öllum stigum í fyrirtækinu. Við treystum viðskiptasiðferði þeirra og sérþekkingu starfsmannanna þeirra.“
„Sandberg hefur verið meðlimur í GALA frá 2011 en þeir hafa verið frábært dæmi um meðlim sem tekur virkan þátt í samtökunum. Þeir hjálpa okkur gera geirann sýnilegri og hafa lagt ýmislegt fram í formi netmálþinga og gagnlegra blogga og greina sem fjalla um viðeigandi málefni innan geirans.“
„Þegar við kynntum memoQ á markað var Sandberg spennandi fyrirtæki með sjálfstæðan hugsunarhátt sem var að finna nýjar leiðir til að nýta sér tækni í þýðingastarfi. Fersk nálgun þeirra að tækni fyrirfinnst enn daginn í dag. Það er mikill heiður að vinna með þeim.“
„Ég hef alltaf notið þess að vinna fyrir þá: verkefnastjórarnir eru þýðir og vingjarnlegir og maður fær það andrými og þau verkfæri sem þarf til að þróa hæfileika sína sem þýðandi. Ég fæ miklu meiri aðstoð við tungumála- og tæknimál en ég hef nokkurn tímann fengið annars staðar.“
„Vilji Sandberg til að deila þekkingu sinni og aðferðum opinskátt með nemendunum okkar er stórkostlegur. Auk þátttöku þeirra í kennslu metum við mikils hlutverk þeirra í að veita nýútskrifuðu nemendunum okkar atvinnutækifæri innan geirans.“