Lausnir | Sandberg Translation Partners (STP)

Tungumál

Þýtt er á um það bil 100 til 150 tungumál sem töluð eru um allan heim í viðskiptatilgangi. Við einbeitum okkur að sex þeirra.

Við sérhæfum okkur í þýðingar-, staðfæringar-, prófarkalestrar- og ritstýringarþjónustu með dönsku, norsku, sænsku, finnsku, íslensku eða ensku sem frummál eða markmál. Þetta þýðir að við getum aðstoðað við t.d. þýðingar úr þýsku á ensku eða úr frönsku á finnsku.

Auk þessarar sérhæfingar í örfáum tungumálum erum við með sérþekkingu á mismunandi viðskiptasviðum og textategundum. Við hlökkum til að taka á móti ykkar verkefnum, hvort sem um hugbúnaðar- eða heimasíðuþýðingu er að ræða, eða ef til vill þýðingu á vísindalegum eða verkfræðilegum texta.

Fræðast meira (á ensku)

Vélþýðingar

Vélþýðingar hafa gjörbreytt þýðingageiranum. Fyrir nokkrum árum ákváðum við að fjárfesta í okkar eigin sérsniðnu vélþýðingavélum sem eru gjörólíkar ókeypis ósérhæfðum þýðingavélum á netinu. Þær stuðla að aukinni framleiðni þýðendanna okkar og tryggja samkvæmni en það sem skiptir máli fyrir ykkur er að manneskja les yfir og leiðréttir allar vélþýðingar.

Við vorum fyrsta fyrirtækið í Bretlandi til að hljóta ISO 18587-viðurkenningu fyrir leiðréttingu á vélþýddu efni. Þýðendurnir okkar eru þjálfaðir í að leiðrétta vélþýtt efni eftir viðurkenndum gæðastöðlum – útkoman er þýðing sem hefur verið búin til með bestu tækni sem til er og prófarkalesin af mennskum einstaklingi.

Þýðingar með aðstoð tölvu

Dagar þess að slá þýðingar inn í ritvinnsluforrit eru taldir eða jafnvel þegar liðnir.

Við notum þýðingaforrit til að straumlínulaga og staðla þýðingaferlið. Slík forrit auka samkvæmni og rekjanleika texta. Þau gera okkur kleift að þýða margs konar skjöl á hagkvæman hátt, sem gerir það að verkum að við getum skilað þýðingunni til ykkar hraðar.

Við höfum gengið til samstarfs við mörg hugbúnaðarfyrirtæki í gegnum árin. Helsta þýðingaforritið sem við notum er memoQ en við tökum á móti verkefnum í næstum því hvaða þýðingaforriti sem er, svo sem SDL Trados Studio, SDL Passolo, Memsource, Across og Smartling.

Fræðast meira (á ensku)

Alþjóðleg leitarvélabestun

Heimasíðan ykkar virkar vel, hún er vel hönnuð og textinn er þjáll og læsilegur. En nú þurfið þið að láta þýða hana á ýmis tungumál og viðskiptavinir ykkar eiga að geta fundið hana þegar þeir leita að þjónustu á sínu máli. Leitarvélabestun er svarið.

Við bjóðum upp á alþjóðlega leitarvélabestun fyrir vefsíður á ensku og Norðurlandamálunum. Ef þið eruð þegar með lista yfir leitarorð getum við hjálpað við að staðfæra þau fyrir nýja markaði. Ef þið þurfið hins vegar að finna viðeigandi leitarorð fyrir heimasíðuna ykkar á mismunandi tungumálum getum við búið til lista með ólíkum valkostum og gefið ykkur rökstuðning fyrir valinu.

Skapandi þýðingar

Stundum á þýðing að endurspegla frumtextann á sem nákvæmastan hátt. Þetta getum við gert vandræðalaust. En stundum skiptir meira máli að textinn höfði algjörlega til markhópsins á hátt sem smellpassar viðeigandi markaði frekar en að orðalag frumtextans haldist óbreytt. Hér skörum við fram úr.

Fyrir slík verkefni setjum við saman teymi tveggja eða jafnvel þriggja þýðenda sem vinna saman að skapandi lausnum. Teymið mun fylgja ykkar verkefnislýsingu, málsniði og leiðbeiningum. Við getum þar að auki boðið ykkur að bakþýða marktextann til að gefa ykkur innsýn í hvernig við fórum að verkefninu.

Samþætting

Við stjórnum öllum verkefnum með okkar eigin sérhannaða verkefnastjórnunarkerfi sem er tengt við gagnagrunninn okkar yfir innanhússþýðendur og sjálfstæða þýðendur. Með þessu kerfi er auðvelt að fletta upp réttum þýðanda og gömlum verkefnum auk þess að leita í orðasöfnum. Þar sem við höfum þróað okkar eigið verkefnastjórnunarkerfi getum við bætt við sérhönnuðum möguleikum fyrir tiltekna viðskiptavini.

Við getum hannað og innleitt API-samþættingar milli kerfisins sem þið notið til að úthluta verkefnum og verkefnastjórnunarkerfisins okkar. Sjálfkrafa flutningur verkefnagagna gerir pantanir auðveldari og nákvæmari þannig að ekkert glatast.

Tölum saman um ykkar næsta verkefni

Hafa samband