Norðurlandamál og enska

Þurfið þið að brúa bilið milli mála og ná til markhóps á móðurmáli hans? Við getum verið samstarfsaðili ykkar í að brúa það bil með innanhúss-staðfæringarlausnum okkar yfir á dönsku, ensku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku.

Þeir sem brúa þetta bil er okkar menntaða teymi sérhæfðra þýðenda og yfirlesara, ásamt hæfu verkefnastjórunum okkar, sem hafa saman gert Sandberg að miðstöð sérþekkingar í samskiptum á Norðurlandamálum á heimsvísu.

Enginn annar hópur í heimi stenst samanburð við sérfræðingana okkar sem starfa innanhúss. Þeir hafa góðan skilning á muni og sameiginlegum einkennum mismunandi menninga og hvernig það hefur áhrif á staðfæringarferlið okkar. Tungumálasérfræðingar okkar brúa bilið fyrir ykkur og gera ykkur kleift að tala beint við markhópinn á hans eigin máli.

Fræðast meira (á ensku)

ISO

Sandberg var fyrsta fyrirtækið á Bretlandi til að hljóta bæði ISO 17100 og ISO 18587-viðurkenningu.

ISO 17100 er viðurkenning á hæfni starfsmannanna okkar, hvernig tækniauðlindir eru notaðar, málsniði og orðavali og verkefnastjórnar- og þýðingaferlum.

ISO 18587 er viðurkenning á góðri mennskri leiðréttingu á vélþýddum texta. Vélþýðingar spara tíma í þýðingaferlinu en lokatexti Sandberg er alltaf leiðréttur af hæfum mennskum þýðanda.

Hvort sem textinn var þýddur af einum af sérfræðingunum okkar sem starfa innanhúss eða sérvöldum sjálfstæðum þýðanda getið þið treyst á það að Sandberg nái settu marki í hvert einasta skipti.

Fræðast meira (á ensku)

Staðalþjónusta

Ekkert þýðingaverkefni er of smátt eða of stórt fyrir okkur. Ef verkefnið er mikilvægt fyrir ykkur, þá er það einnig mikilvægt fyrir okkur, óháð því hve orðin eru mörg. Við hjálpum ykkur ná til markhópsins með texta sem fangar athygli lesandans, hvort sem um miða á tómatsósuflösku eða ársskýrslu risafyrirtækis er að ræða.

Við búum til færslu um ykkur og þarfir ykkar í gagnagrunninum okkar til að tryggja samt og jafnt þjónustustig. Verkefnastjórarnir okkar finna rétta þýðendur fyrir verkefnið til að tryggja bestu þjónustuna.

Við notum ekki skyndilausnir. Ef um einstök verkefni í litlu magni er að ræða kappkostum við þó að gera ferlið eins einfalt og auðið er.

Sérsniðin þjónusta

Maður uppsker eins og maður sáir. Nei, hér eigum við ekki við karma, heldur okkar staðföstu trú að sáttur viðskiptavinur komi aftur og aftur.

Ef um reglubundin verkefni í meðalstóru eða miklu magni er að ræða getum við boðið ykkur sérsniðna þjónustu og lýtalausa lokaafurð sem þið getið verið stolt af.

Sérsniðin samvinna þýðir að við getum úthlutað ykkar verkefnum til sérverkefnastjóra, að þið fáið að taka þátt í að velja viðurkennda þýðendur fyrir ykkar verkefni og að þið fáið sérpósthólf sem tryggir stuttan svartíma. Auk þess höldum við utan um stafrænar auðlindir fyrir ykkar verkefni, þar á meðal þýðingaminni, hugtakagrunna og orðasöfn.

Þjónusta, eins og föt, á að vera sniðin að ykkur.

Vildarþjónusta

Fyrir einstaka viðskiptavini sem þurfa daglegar þýðingar bjóðum við upp á eitthvað mjög sérstakt. Við úthlutum ykkar verkefnum til teymis sérfræðinga sem starfa innanhúss. Þið hafið alla þýðingagetu þeirra til umráða. Þið hafið beint samband við þá. Þeir gerast sérfræðingar í vörum ykkar og tungumálaþörfum. Þeir eru ykkar teymi en þið þurfið ekki að borga launin þeirra.

Þar að auki njótið þið góðs af sérsniðnum tæknilausum í gegnum sameiginleg forritaskil (API). Einnig hafið þið aðgang að þjónustu utan venjulegs viðskiptatíma þegar þörf er á sérstaklega hraðri afgreiðslu.

Við rekumst ekki á slíka viðskiptavini á hverjum degi. Ef þið eruð með vörumerki sem fólk um allan heim trúir á, alveg eins og jólasveinninn, þurfið þið samstarfsaðila sem mun hjálpa ykkur koma skilaboðum ykkar og vörum á framfæri. Aðstoðarmennirnir okkar eru viðbúnir.

Tölum saman um ykkar næsta verkefni

Hafa samband