Markaðsstaða

Yfir 400 tungumálaþjónustufyrirtæki um allan heim kaupa þýðingar á Norðurlandamálin frá Sandberg. Ef þið ætlið að fara inn á Norðurlandamarkaðinn eða selja vörur frá Norðurlöndunum til annarra landa getum við snarað efni yfir á tungumál sem markhópurinn ykkar talar.

Sandberg er meðal 100 bestu þýðingafyrirtækja í heimi og skarar því fram úr 20.000 öðrum tungumálaþjónustufyrirtækjum. Við höfum náð þessari stöðu með því að einbeita okkur að einungis sex tungumálum.

Það sem gerir okkur að kjörnum samstarfsaðila er ekki bara stærðin, orðsporið eða kúnnahópurinn: það er líka okkar einstaka sérhæfing sem við höfum viðhaldið síðustu 20 árin. Við vinnum vinnuna sjálf í staðinn fyrir að útvista hana til annarra fyrirtækja í aðfangakeðjunni. Þó svo að okkar sérþekking sé mjög afmörkuð er hún yfirgripsmikil.

Sagan okkar

Í dag er Sandberg einkafyrirtæki fjölbreyttra sérfræðinga sem vinna á ólíkum stöðum í Evrópu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í bænum Whiteley í Bretlandi.

Starfsemin var þó einföld í upphafi: Jesper Sandberg stofnaði Sandberg Translation Partners árið 1995 sem einstaklingsfyrirtæki sem sérhæfði sig í þýðingum á dönsku. Hann hefur alltaf verið óhræddur við tækni og ásamt loforði hans um að ráða eingöngu menntaða þýðendur í allar stöður í fyrirtækinu gerði það honum kleift að skapa sterkt og fagmannlegt vörumerki.

Kaup Sandberg á Done Information Ltd árið 2001 staðfestu breyttar áherslur fyrirtækisins sem fór þá úr því að sérhæfa sig í dönsku yfir í að þýða úr og á öll Norðurlandamálin. Árið 2012 keypti Sandberg tvö fyrirtæki í viðbót: Tranflex, sem var með skrifstofur í London og Stokkhólmi, og breska fyrirtækið Simply English International. Við kaup á síðarnefnda fyrirtækinu bættist þekking á þýðingum úr frönsku og þýsku yfir á ensku í hópinn.

Þýðingar innanhúss

Við erum ekki með þúsundir sjálfstæðra þýðenda í gagnagrunninum okkar – að okkar mati græðið þið meira á því að við nýtum mannauðinn okkar skynsamlega.

Að vinna með innanhússþýðendateymi Sandberg stuðlar að samkvæmni og stöðugleika í öllum ykkar samskiptum. Aftur á móti gera traustir sjálfstæðir þýðendur okkur kleift að taka stærri verkefni. Sami verkefnastjórinn mun afgreiða verkefnið frá upphafi til enda. Þjónustudeildin mun ræða við ykkur um hvernig þið ætlið að haga staðfæringarverkefnum ykkar tvö ár fram í tímann. Tæknisérfræðingarnir munu leggja fram hugmyndir um hvernig eigi að straumlínulaga flæði upplýsinga á milli fyrirtækjanna tveggja.

Stjórn

Hlutverk stjórnar Sandberg er að halda sér upplýstri um hvað við gerum best og leita leiða til að gera meira og betur.

Stjórnendurnir okkar skapa ekki bara fylgjendur heldur skapa þeir fleiri stjórnendur. Fyrir okkur snúast norræn gildi um miklu meira en bara þau tungumál sem við bjóðum upp á og tölum – þau snúast jafnframt um stjórnarhátt sem tekur tillit til sjónarmiða annarra, áherslu á samvinnu og trú að mikil ábyrgð fylgi miklu frelsi.

Hver og einn meðlimur í yfirstjórn Sandberg er þjálfaður þýðandi og hefur reynslu af þýðingaþjónustu. Þeir sýna gott fordæmi með góðum sjálfsaga, áframhaldandi atvinnuþjálfun og endalausum stuðningi við vinnufélagana sína.

Fræðast meira (á ensku)

Laus störf

Að starfa hjá Sandberg gefur þér tækifæri til að vinna með samvinnuþýðu fólki í umhverfi þar sem hlutir breytast hratt og hátækni er í öndvegi. Við erum norræn: afslöppuð en dugleg frekar en ströng og formleg.

Norræn gildi okkar endurspeglast í menningu fyrirtækisins: hreinskilni, trúfesti og engar málalengingar. Þetta snýst um að deila þekkingu, gefa ábendingar, jákvæðni í garð tækni og stöðuga þjálfun.

Njóttu þess að vinna með fólki sem er sama sinnis og sem hefur áhuga á tungumálum. Fínpússaðu tæknihæfileika þína. Breikkaðu sjóndeildarhringinn. Skoðaðu atvinnusíðuna okkar til að finna það sem gæti verið besta atvinnutækifæri lífs þíns.

Skoða laus störf (á ensku)

Skrifstofur okkar

 

Chandler’s ford

Bretlandi

 

Stokkhólmi

Svíþjóð

 

Varna

Búlgaríu

 

Leeds

Bretlandi

https://stptrans.com/wp-content/uploads/2018/08/Whiteley.jpg

Chandler’s ford

https://stptrans.com/wp-content/uploads/2018/08/Stockholm.jpg

Stokkhólmi

https://stptrans.com/wp-content/uploads/2018/09/Varna-Office-3.jpg

Varna

https://stptrans.com/wp-content/uploads/2019/02/Leeds.png

Leeds

Tölum saman um ykkar næsta verkefni

Hafa samband