Yfirlestur

Þegar við tölum um yfirlestur notum við hugtakið almennt um yfirlestur á texta án tillits til frumtexta.

Hins vegar nota margir af viðskiptavinum STP hugtakið „yfirlestur“ um það sem við hjá STP köllum  „ítarlegan samlestur“ samkvæmt þeirri skilgreiningu sem notuð er í BS EN 15038-staðlinum. Ef þetta er augljóst út frá samskiptum okkar við viðskiptavininn sjáum við um „ítarlegan samlestur“ á verkinu jafnvel þótt viðskiptavinurinn kalli það „yfirlestur“ og noti það orð við staðfestingu á pöntun. Ef vafi leikur á því reynum við alltaf að leita nánari útskýringa áður en við hefjumst handa við verkið.

Þegar STP sér um „yfirlestur“ samkvæmt okkar skilningi felur það í sér yfirferð á texta án tillits til frumtexta og nauðsynlegar leiðréttingar, óháð því hvort textinn kann að hafa verið þýddur úr öðru tungumáli eða ekki. Ef um þýðingu er að ræða felur yfirlesturinn hjá okkur ekki í sér samlestur við frumtextann.

Yfirlesari STP leiðréttir allar stafsetningarvillur, málfarsvillur og villur í greinarmerkjasetningu og aðgætir einnig framsetningu, nákvæmni, efnistök og að textinn sé skýr og flæði vel. Hann leitast einnig við að bæta stíl og málvenjubundin atriði ef þarf. Samkvæmt viðeigandi lýsingu getur yfirlesarinn einnig metið hvort textinn hentar væntanlegum lesendum, hvort hann virðist vera af réttri lengd, hvort hann inniheldur nauðsynlegar undanfarandi síður, viðauka, neðanmálsgreinar og orðalista og hvaða myndskreytingar eiga að fylgja, ef einhverjar eru.

Yfirlesarinn gengur úr skugga um að efni og uppsetning skjalsins sé í réttum hlutföllum og rökrétt, fyrirsagnir séu viðeigandi og skýrar, lengd setninga og málsgreina sé hæfileg og að stafsetning, stíll og yfirbragð sé samræmt í öllu skjalinu.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.