Prófarkalestur/„lokatékk“

„Prófarkalestur“ er skilgreindur í BS EN 15038 í upphaflegri merkingu orðsins eins og það var notað í prentiðnaði, þ.e. að gáta prófarkir fyrir útgáfu.

Margir af viðskiptavinum STP nota hugtakið „prófarkalestur“ um það sem við hjá STP köllum „ítarlegan samlestur“ samkvæmt þeirri skilgreiningu sem notuð er í BS EN 15038-staðlinum. Ef þetta er augljóst út frá samskiptum okkar við viðskiptavininn sjáum við um „ítarlegan samlestur“ á verkinu jafnvel þótt viðskiptavinurinn kalli það „prófarkalestur“ og noti það orð við staðfestingu á pöntun. Ef vafi leikur á því reynum við alltaf að leita nánari útskýringa áður en við hefjumst handa við verkið.

Sumir viðskiptavinir okkar biðja okkur um prófarkalestur á skjölum í hefðbundinni merkingu orðsins, óháð því hvort við höfum þýtt textann eða ekki. Við erum ávallt reiðubúin að taka að okkur slík verkefni, að því gefnu að samið hafi verið nákvæmlega um umfang verksins áður en það hefst.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.