Ítarlegur samlestur

Þegar viðskiptavinur STP hefur óskað eftir ítarlegum samlestri er upphaflega þýðingin lesin yfir eins og hér segir af öðrum yfirlesara sem býr yfir viðeigandi færni í tungumálum bæði frumtextans og marktextans.

Yfirlesarinn athugar hvort þýðingin hentar fyrir ætlaða notkun og ber m.a. saman marktexta og frumtexta til að athuga hvort allur texti sé á sínum stað, hvort rétt merking hafi skilað sér og rétt hugtök hafi verið notuð, auk þess að athuga samræmi, orðfæri og stíl.

Yfirlesarinn leiðréttir allar merkingarvillur, misskilning, stafsetningu, málfar og greinarmerkjasetningu auk þess sem hann aðgætir að textinn sé skýr og flæði vel. Hann leitast einnig við að bæta stíl og málvenjubundin atriði ef þarf.

Þótt yfirlesarinn endurtaki almennt ekki leit þýðandans að réttum hugtökum eða sannprófi rétta hugtakanotkun innan sértækra sviða bregst hann við öllu sem vekur grunsemdir varðandi hugtakanotkun í þýðingunni.

STP tekur einnig að sér ítarlegan samlestur á þýðingum sem eru ekki unnar innan fyrirtækisins. Gjald fyrir slíka vinnu byggist á þeim tíma sem verkið tekur í raun og við látum vita um það við skil. Við getum ekki tekið að okkur ítarlegan samlestur eingöngu með föstum eða fyrir fram ákveðnum tímamörkum. Við gerum ráð fyrir að yfirlesari geti lesið yfir og gátað um það bil 1300–1500 orð á klukkustund, en þetta getur verið mjög breytilegt eftir gæðum þýðingarinnar, sérsviði og sniði textans. Ef þýðingin er ekki góð leitumst við alltaf við að láta viðskiptavininn vita af því um leið og slíkt verður ljóst til að hægt sé að taka ákvörðun um hvort senda eigi þýðinguna aftur til upphaflega þýðandans eða hvort gefa skuli meiri tíma í ítarlega samlesturinn. Þegar ítarlegur samlestur hefst er alltaf gengið út frá því að þýðandinn hafi athugað hugtakanotkun og beri ábyrgð á henni. Yfirlesarinn athugar ekki hugtakanotkun sérstaklega nema hann hafi rökstuddan grun, byggðan á eigin reynslu, um að hún sé röng. Við mælum með því að allar breytingar sem gerðar eru í ítarlegum samlestri séu samþykktar af upphaflega þýðandanum og að fyrirspurnum sé einnig beint til hans.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.