Hugbúnaðarþýðingar og -prófun

Hugbúnaðarþýðingar hafa verið máttarstoð í starfsemi STP allt frá miðjum 10. áratug síðustu aldar þegar Jesper Sandberg vann að þýðingum fyrir Microsoft og Adobe á texta sem varð sýnilegur mörgum, að meðtöldu Windows 95, fyrstu útgáfunum af Microsoft Office og þekktustu vörum Adobe. Allt frá þessum fyrstu árum hefur STP þýtt og gert prófanir á virkni og ytra útliti þýdds hugbúnaðar ásamt málfarslegum prófunum fyrir mörg af þekktustu fyrirtækjum heims.

Þeir þýðendur okkar sem hafa reynslu á þessu sviði eru vanir að vinna að verkefnum sem eru flókin í uppsetningu með yfirgripsmiklum leiðbeiningum, margs konar skráarsniðum, myndrænu ritvinnslu- og þýðingaumhverfi, gæðaeftirlitskerfum, prófunarforskriftum, villugrunnum á netinu, margs konar stýrikerfum o.s.frv.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.