Stefna og gildi

Stefna STP er að öðlast gott orðspor á meginmarkaðssvæði sínu og jafnframt innan þýðingageirans á heimsvísu.

layer

Yfirlýst stefna okkar er að bjóða ávallt upp á nægjanlegan fjölda framúrskarandi tungumálasérfræðinga fyrir öll okkar helstu markmál.

Við stefnum að því að hafa alltaf yfir vel menntuðu starfsfólki að ráða og viljum vera þekkt fyrir ríka áherslu á gæði þýðinga með því að nýta okkur menntun og þjálfun þýðenda, hugvitssamlega og sérsniðna notkun viðeigandi tækni og ítarlega, vel ígrundaða og framsækna verkferla.

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustu og vinna stöðugt að því að bæta hana.

Við leggjum áherslu á að koma ávallt fram af heilindum, persónulega jafnt sem faglega, og bera ávallt virðingu fyrir samstarfsfólki okkar.

Við munum tryggja að stjórnendur okkar búi yfir gagngerri þekkingu á viðskiptalegum grunni á því sviði sem við vinnum á og munum reka fyrirtækið með traustum viðskiptalegum áherslum og með hagsýni að leiðarljósi með það að markmiði að tryggja sjálfbæran og áreiðanlegan vöxt fyrirtækisins.

Við munum sækjast eftir samstarfi við menntastofnanir og viðskiptasamtök með það að markmiði að kynna þýðingamarkaðinn og styrkja framtíðarstöðu hans.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.