Smíðum þýðingalausnir fyrir þig

Tungumál

Við sérhæfum okkur í þýðingum yfir á norrænu málin og ensku, en við bjóðum líka upp á tugi annarra tungumálapara.

Kynnumst þýðendunum

Okkar helsti styrkur er innanhússþýðendateymið okkar, sem hefur áratugareynslu af öllu sem tengist norrænum þýðingum. Hér má sjá teymisstjórana okkar en hver þeirra leiðir lið þýðenda sem eru sérfræðingar í markmáli sínu.

Af hverju á að velja Sandberg?
Um okkur

ISO-vottun

Sandberg var fyrsta breska fyrirtækið til að hljóta bæði ISO 17100- og ISO 18587-vottanir, sem eru viðurkenndir staðlar í þýðingargeiranum. En af hverju skiptir það máli fyrir þig?

ISO 17100

Með ISO 1700-vottun er tryggt að ákveðnum þýðingarferlum sé fylgt. Þessi ferli fela í sér þýðingu, yfirlestur annars þýðanda (fjögurra augna reglan) og frágang. Hún vottar:

  • Grundvallarþýðingarferli
  • Mannauðsstjórnun

ISO 18587

Þýðingastofur sem uppfylla viðurkenndar kröfur um undirbúning og úrvinnslu prófarkalestrar á vélþýddum texta fá ISO 18587 vottun. Hún vottar:

  • Prófarkalestur á vélþýddum texta upp í gæði á borð við mennskan þýðanda

Sérsniðnar samþættingarlausnir

Við notum sérsniðna verkefnastjórnunarkerfið okkar, Nexus, til að halda utan um öll verkefni. Kerfið er tengt gagnagrunnum með upplýsingum um innanhússþýðendur og verktaka.

Við getum hannað og innleitt samþættingar byggðar á API til að flytja gögn milli verkefnastjórnunarkerfisins þíns og Nexus. Sjálfvirk uppsetning verkefna flýtir fyrir pöntunarferlinu og tryggir að ekkert fari á milli mála.

Þú
Við

Eigum við ekki að vinna saman?

Fá tilboð