Starfsemi okkar

Sandberg Translation Partners Limited (STP) sérhæfir sig í fagþýðingum úr ensku og þýsku yfir á Norðurlandamálin og úr fjölda frummála yfir á ensku. Við höfum yfir að ráða öflugu teymi starfsfólks á starfsstöðinni, eða yfir 60 almennum þýðendum og þýðendum með sérfræðiþekkingu á tilteknu sviði auk meira en 25 sérhæfðra verkefnastjóra.

Ef þú vilt fá skuldbindingarlausa ráðgjöf um einstök verkefni, þér að kostnaðarlausu, þarftu aðeins að senda okkur ítarlegar upplýsingar um verkefnið og þínar þarfir á netfangið info@stptrans.com.

Stefna okkar hefur alltaf verið að leggja ríka áherslu á mikil afköst innanhússþýðenda og færni í starfi. Við leggjum mikla rækt við innanhússstarfsfólk okkar til að tryggja að það sé í stakk búið að skila vandaðri vinnu og góðum þýðingum, auk þess að bregðast skjótt við þörfum viðskiptavina okkar. Eins og flest þýðingafyrirtæki vinnum við einnig reglulega með völdum þýðingaverktökum eftir þörfum, sem auka við þá færni og getu sem við höfum yfir að ráða innanhúss.

STP býður ekki upp á þjónustu til endanlegra notenda þýðingaþjónustu. Þess í stað vinnum við fyrir önnur þýðingafyrirtæki sem leita að heildstæðri lausn fyrir þýðingar og staðfæringu á þeim tungumálum sem við sérhæfum okkur í. Yfir 330 viðskiptavinir nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem STP veitir á sviði þýðinga og annarrar tengdrar þjónustu á flestum sérsviðum og fyrir flestar gerðir texta.

Auk áherslu á stöðuga þjálfun starfsfólks höfum við hjá STP alltaf lagt mikið upp úr notkun á viðeigandi hugbúnaði til að auðvelda stjórnun og auka gæði, samræmi og framleiðni þýðenda okkar. Við leggjum mikið upp úr því að fjárfesta í þýðingahugbúnaði og þróun þess hugbúnaðar sem notaður er innanhúss.

Einkaleyfisvarið verkstjórnunarkerfi okkar og gestanet fyrir verktaka draga úr þörfinni á að verkefnastjórar eyði miklum tíma í stöðluð stjórnunarverk og gera þeim kleift að einbeita sér að ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini, úthlutun verka á rétta þýðendur og skipulagningu verkefna á skilvirkan hátt.

Starfsfólk okkar hefur mikla reynslu af tækni- og hugbúnaðarþróun og við smíðum reglulega samhæfar viðbætur við aðkeyptan hugbúnað með það að markmiði að umbreyta skráarsniðum, tryggja samhæfni mismunandi þýðingahugbúnaðar, gæðaprófanir og meðferð skjala, svo eitthvað sé nefnt. Skráð verkferli, framúrskarandi tæknifólk og þýðendur og greiður aðgangur að verkefnastjórum og öðrum tungumálasérfræðingum tryggja að þýðendur okkar og yfirlesarar geta sinnt verkefnum sínum eftir bestu getu.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.