Staðreyndir og tölur

Helstu atriði ársins 2013:

 • Velta samstæðunnar rétt undir 6 milljón sterlingspundum
 • 99% af viðskiptavinum STP eru önnur þýðingafyrirtæki
 • STP var í 86. sæti af 100 stærstu þýðingastofum heimsins sé horft til veltu (samkvæmt árlegri markaðsrannsókn Common Sense Advisory í maí 2013)
 • Við vinnum fyrir 35 af 100 stærstu þýðingastofum heimsins (samkvæmt árlegri markaðsrannsókn Common Sense Advisory í maí 2013)
 • Af 332 viðskiptavinum STP hefur 121 aðsetur í Bretlandi, 59 á Norðurlöndunum og 34 í Bandaríkjunum
 • 73% af veltu okkar koma frá 20 stærstu viðskiptavinum okkar
 • 86% af veltu okkar koma frá 50 stærstu viðskiptavinum okkar
 • 26 af 50 stærstu viðskiptavinum okkar hafa unnið með okkur í yfir 10 ár

Skipting eftir sviðum

graph-1

Orð í markmáli


graph-2

Þjónustukönnun 2013


graph-3-4

Þjónustukönnun 2013

Endurgjöf frá viðskiptavinum

 • Við erum mjög ánægð með þjónustu ykkar.
 • Viðbragðstími er almennt mjög góður. Hann hefur orðið betri undanfarið.
 • Mjög góð samskipti, áreiðanleg verkefnastjórnun, gott að vinna með þeim.
 • Gæði þýðinganna eru yfirleitt mjög mikil.
 • Verkefnastjórarnir eru mjög hjálpsamir.
 • Ég hef yfirleitt verið himinlifandi með öll þau verk sem STP hefur séð um fyrir mig. Verkum er alltaf skilað á réttum tíma, verkefnastjórar eru vinalegir og auðvelda mér lífið.
 • Ég hef á tilfinningunni að þið hafið aukið við þýðendagrunninn ykkar þar sem þið hafið undanfarið samþykkt mun fleiri verk frá okkur en áður (sem er gott).
 • Verðið er í hærra lagi sé tekið mið af því sem vanalega gengur og gerist í geiranum en það er réttlætanlegt þar sem gæðin eru mikil og þið eruð áreiðanleg.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.