Saga og merkir áfangar

STP var stofnað árið 1995 og er í dag eitt stærsta og rótgrónasta þýðingafyrirtæki heims sem sérhæfir sig í þýðingum yfir á Norðurlandamálin og yfir á ensku. Við sinnum viðskiptavinum um allan heim sem þýðingastofa og undirverktaki annarra þýðingafyrirtækja. Við höfum getið okkur orð fyrir gæðaþýðingar og leggjum okkur fram um að viðhalda því orðspori í allri okkar vinnu.

STP var stofnað sem sameignarfélag árið 1995, en þá hafði Jesper Sandberg þegar verið starfandi sem þýðandi í sjálfstæðum rekstri um fimm ára skeið. Fyrsti innanhússþýðandinn var ráðinn árið 1995. Árið 2000 voru starfsmennirnir orðnir sjö og fyrirtækið var skráð sem hlutafélag undir heitinu Sandberg Translation Partners Limited.

Í desember 2001 keypti STP annað þýðingafyrirtæki, Done Information UK, sem þá hafði verið dótturfélag finnsks félags. Kaup STP náðu yfir allar eignir félagsins ásamt þeim hluta viðskiptavinalista Done Information UK sem innihélt önnur þýðingafyrirtæki (listi yfir endanlega viðskiptavini var seldur öðrum aðila). Starfsmönnum STP fjölgaði við þetta um níu, þar af voru flestir innanhússþýðendur, og heildarfjöldi starfsmanna var því orðinn 17.

Í maí 2012 keypti STP sænska þýðingafyrirtækið Tranflex AB í Stokkhólmi og breskt dótturfélag þess í London. Á þessum tíma voru 45 starfsmenn hjá STP og við kaupin á Tranflex fjölgaði þeim um 15. Við kaupin bættist fjöldi framúrskarandi einstaklinga við STP ásamt verðmætum viðskiptatengslum.

Í nóvember 2012 keypti STP breska fyrirtækið Simply English International sem selur þýðingar af fjölmörgum tungumálum yfir á ensku. Við kaupin fjölgaði starfsmönnum um fjóra auk þess sem einn mjög stór viðskiptavinur bættist í hópinn. Kaupin mörkuðu jafnframt fyrsta skrefið í útvíkkun á starfsemi STP, þ.e. að bjóða upp á þýðingar yfir á ensku af fleiri tungumálum.

STP hefur verið virkt á þýðingamarkaði síðan 1995.

– Jesper Sandberg framkvæmdastjóri

STP í gegnum árin

  • 1995 – STP stofnað sem sameignarfélag
  • 1997 – Finnska fyrirtækið Done Information setur upp dótturfélag í Bretlandi
  • 2000 – STP verður breskt einkahlutafélag
  • 2001 – Tranflex AB stofnað sem einkahlutafélag í Svíþjóð
  • 2001 – STP kaupir breskan hluta Done Information
  • 2002 – STP flytur starfsemina í stærra skrifstofuhúsnæði
  • 2008 – STP flytur starfsemina aftur í stærra húsnæði
  • 2010 – Tranflex AB setur upp dótturfélag í London
  • 2012 – STP kaupir Tranflex
  • 2012 – STP kaupir Simply English International

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.