Trados 2007/Studio 2014

Trados 2007/Studio 2014

Jesper Sandberg, stofnandi STP, byrjaði að vinna með útgáfu 1 af Trados fyrir DOS snemma á tíunda áratugnum og varð einn fyrsti þýðandinn á Bretlandi til að kaupa fyrstu útgáfuna fyrir Microsoft Windows árið 1996. Frá þeim tíma hafa vörur Trados myndað hluta verkferlanna hjá STP. Margir af verkefnastjórum okkar og þýðendum hafa í gegnum árin öðlast mikla reynslu í notkun Trados 2007, Trados TM Server 2006 og mismunandi útgáfum af SDL Trados Studio. Við höfum smíðað fjölda sérhæfðra lausna fyrir þennan hugbúnað til að fella hann betur að þörfum okkar, meðal annars með gæðaeftirliti, samræmisprófun og samhæfingu við Excel, áður en þessir eiginleikar voru innleiddir í Trados.

Frá 2012 höfum við smám saman dregið úr notkun Trados 2007 þar sem það hefur verið hægt. Við fáum ennþá verk á gamla Trados-sniðinu og styðjum það að sjálfsögðu að fullu fyrir þá viðskiptavini sem kjósa að notast við þessar eldri útgáfur. Að sama skapi eigum við þónokkur leyfi fyrir nýjustu útgáfuna af SDL Trados Studio og allir þýðendur okkar hafa reynslu af því að vinna í því. Við notumst við verkferli sem felur í sér umbreytingu skráa og gerir okkur kleift að vinna nær öll Trados-verk í memoQ. Að sjálfsögðu er þetta gert þannig að raunverulega þýðingin verður ávallt að minnsta kosti jafnvel unnin og hún hefði verið í upprunalega forritinu (og oftast betur), og við tryggjum 100% samhæfi allra skráa sem við skilum til viðskiptavina okkar.

Notandavottun

Auk þess sem flestir þýðendur okkar, bæði fastir starfsmenn og verktakar, eru vanir notendur SDL Trados Studio erum við með hóp starfsmanna sem hafa hlotið vottun í notkun SDL Trados Studio 2014.

SDL LSP Partner Program

STP er þátttakandi í SDL LSP Partner áætluninni, því að okkur er ljóst að mismunandi útgáfur Trados-þýðingahugbúnaðarins eru nú sem fyrr algengustu verkfærin á þýðingamarkaðinum og við viljum geta þjónustað þá viðskiptavini okkar sem kjósa að nota þær.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.