Kilgray memoQ

Kilgray memoQ

STP hefur allt frá miðjum tíunda áratugnum notast við þýðingahugbúnað af ýmsu tagi, einkum Trados-hugbúnaðinn. Snemma árs 2012 var hins vegar ákveðið að taka Kilgray memoQ í notkun til frambúðar sem aðalþýðingaforrit fyrirtækisins. Við keyrum memoQ-þjón okkar á eigin kerfi og erum með hartnær 100 hugbúnaðarleyfi fyrir verkefnastjóra og þýðendur. Meirihluti verktaka sem vinna reglulega fyrir okkur hafa nú einnig fengið eigin memoQ-leyfi.

Eitt af helstu markmiðum okkar hefur verið að forðast að innanhússþýðendur okkar þurfi að vinna með ótal mismunandi þýðingaforrit, allt eftir því hvaða tól hver viðskiptavinur kýs að nota. Með því að einbeita sér að notkun eins forrits geta þýðendur okkar tileinkað sér það að fullu og öðlast mikla færni í notkun þess. Þetta eykur skilvirkni og afköst í þýðingum, auk þess sem þetta dregur úr hættunni á tæknilegum mistökum.

Hér eru helstu ástæður þess að við ákváðum að velja memoQ:

Það er búið frábærum eiginleikum til verkefnastjórnunar, þýðingar og ítarlegs samlesturs og við teljum það eitt allra öflugasta þýðingaforritið á markaðnum.

Það er líka eitt hraðvirkasta þýðingaforrit sem við höfum unnið með.

Stuðningur við skráarsnið annarra þýðingaforrita er betri en hjá keppinautunum.

• Kilgray vinnur stöðugt að umbótum á eiginleikum sem fyrir eru og kemur fram með nýjungar með stuttu millibili.

• Afar skjót og góð tæknileg aðstoð.

Nú þegar býður memoQ framúrskarandi stuðning við upprunaleg skráarsnið sem og milliskráarsnið úr mismunandi þýðingaforritum. STP nýtir sér þennan stuðning og hefur innleitt eigin viðbótarlausnir til að tryggja hnökralaus verkferli við for- og eftirvinnslu skráa úr helstu þýðingaforritum sem viðskiptavinir okkar nota.

Þjálfun og vottun fyrir notendur

STP hefur útbúið eigið kennsluefni til að þjálfa starfsmenn í notkun memoQ, til viðbótar við kennsluefnið frá Kilgray, og felst efnið meðal annars í wiki-síðu með ítarlegum leiðbeiningum og yfir tíu upptökum af vefnámskeiðum. Margir þýðendur okkar og verkefnastjórar hafa fengið notendavottun memoQ frá Kilgray og vinna stöðugt að því að auka færni sína og þekkingu á forritinu.

Growing Together

STP er þátttakandi í samstarfsáætlun Kilgray, Kilgray Growing Together a, og nýtur góðs af henni á margan hátt. Við teljum okkur eiga góða samleið með faglegum og rekstrarlegum gildum og stefnu Kilgray og sem þátttakandi í „Growing Together“ getum við þróað samstarf okkar bæði við Kilgray og önnur fyrirtæki sem taka þátt í samstarfsáætluninni.

memoQfest

Í maí á hverju ári skipuleggur Kilgray alþjóðlegu notendaráðstefnuna memoQfest í Búdapest. Ráðstefnan er tilvalinn vettvangur fyrir notendur til að læra fullkomlega á memoQ og mynda tengsl við aðra reynda og áhugasama notendur memoQ. Ráðstefnan er haldin í hinni fögru Búdapest og er bæði gagnleg og afar skemmtileg, og yfirleitt sækir hana hópur starfsmanna frá STP á ári hverju.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.