PMDB

Fyrsta útgáfa verkstjórnunargrunns STP (PMDB, sem stendur fyrir „Project Management Database“) leit dagsins ljós árið 2002.

Við upphaf árs 2014 var hann uppfærður í 5. útgáfu eftir margra ára þrotlausa vinnu við endurhönnun hans og útfærslu. Hann er nú orðinn að alhliða kerfi sem stenst samanburð við bestu forrit af þessu tagi sem fást á markaðinum og inniheldur allar upplýsingar um þau verk sem við vinnum, viðskiptavini okkar og þýðendur.

Við vinnum nú að því að koma á tengingu við fjölda ytri kerfa til að geta skipst sjálfkrafa á verkgögnum, þar á meðal við eigið gagnakerfi stærsta viðskiptavinar okkar, auk póstkerfis og reikningastjórnunarkerfis.

Rekstur fyrirtækisins fer að fullu fram í gegnum verkstjórnunargrunninn en með honum er einnig hægt að sjá nauðsynlegar fjárhags- og afkastaupplýsingar.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.