Verktakar

Við leggjum mikið upp úr því að halda góðum tengslum við öflugan verktakahóp okkar, en margir verktakanna hafa áður starfað sem innanhússþýðendur hjá okkur og margir hafa unnið með okkur í meira en áratug.

Þessir samstarfsaðilar okkar njóta góðs af frábærum hópi viðmótsgóðra verkefnastjóra og reyndra innanhússþýðenda, gagnlegum spurningabanka á netinu og reyndum stjórnendum sem hafa djúpstæða þekkingu á tækninýjungum og þekkja landslagið á þýðingamarkaðnum.

Hæfnisskilyrði og skráning

Á verktakaskrá STP er að finna yfir þúsund starfandi þýðendur og yfir 200 þeirra vinna að verkefnum fyrir okkur í hverjum mánuði.

c1

Líkt og gildir um innanhússþýðendur eru verktakar okkar ráðnir með hliðsjón af menntun þeirra og starfsreynslu. Til að tryggja nauðsynlega færni eru hæfniskröfurnar í samræmi við ISO 17100-staðalinn fyrir þýðingaþjónustu þar sem uppfylla þarf einhver af eftirfarandi skilyrðum:

• gráðu úr viðurkenndu framhaldsnámi í þýðingum (eða námi sem skilar gráðu)

• samsvarandi menntun í öðru fagi og tveggja ára reynslu í þýðingum

• minnst fimm ára reynslu í þýðingum

Áður en nýr verktaki er settur á skrá hjá okkur förum við yfir ferilskrá hans til að ganga úr skugga um að hann standist kröfurnar sem settar eru fram í ISO 17100-staðlinum um menntun og starfsreynslu. Síðan er ferilskrá hans og persónuupplýsingar færðar í verkstjórnunargrunninn okkar ásamt samantekt á reynslu hans og menntun, sérsviði, taxta, þekkingu á hugbúnaði o.s.frv. til að verkefnastjórarnir okkar geti valið hæfustu þýðendurna fyrir hvert verk.

Nýir verktakar kunna að verða beðnir um að ljúka stuttri prufuþýðingu sem reyndur innanhússþýðandi fer yfir og metur. Fyrstu þýðingarnar þar á eftir eru svo samlesnar ítarlega, og áfram ef þurfa þykir. Athugasemdir sem fram koma í þeirri yfirferð eru svo sendar til þýðandans og verkefnastjóranna. Tilgangurinn með þessum ítarlega samlestri í upphafi er að staðfesta að þýðandinn búi yfir þeirri færni á sviði þýðinga, málfars, textavinnslu, rannsókna, menningarlæsis og tækni sem reikna má með út frá menntun hans og starfsreynslu.

Ef þú ert sjálfstætt starfandi þýðandi og hefur áhuga á að vera á skrá hjá okkur skaltu senda okkur tölvupóst á Click here to show our email address, og senda ferilskrána þína með.

Skilmálar fyrir verktaka, þ.m.t. þagnarskylduákvæði

Þegar verktakar senda inn gögn sem færa á inn í verktakagagnagrunn STP samþykkja þeir ákvæði og skilmála rammasamnings okkar. Samþykki þeirra og eftirfylgni við þessi ákvæði og skilmála halda gildi á meðan þeir vinna fyrir STP og ná yfir öll verk sem þeir vinna. Sérstök ákvæði og skilmálar fyrir stök verk eru send með verkbeiðni í tölvupósti frá verkefnastjóra STP.

Leiðbeiningar fyrir þýðingu og ítarlegan samlestur

Leiðbeiningar STP fyrir þýðingu og ítarlegan samlestur eru bæði ætlaðar innanhússþýðendum og verktökum. Í þeim er að finna samningsbundnar kröfur fyrir verktaka og leiðbeiningar og bestu starfsvenjur í verkferlum, notkun ítarefnis, þýðingaminna og hugtakagrunna.

Hér á eftir fer útdráttur úr leiðbeiningum okkar fyrir þýðingu og samlestur þar sem lýst er hefðbundnu verkferli fyrir þjónustu samkvæmt EN 15038-staðlinum. Hér er hægt að lesa skjalið í heild sinni (opnast í nýjum flipa).

Verkefnastjóri sendir þýðanda staðfestingu á pöntun og texta til þýðingar í tölvupósti.

Þýðandi þýðir í samræmi við leiðbeiningar, og notar til þess viðeigandi þýðingaminni, ítarefni og annað efni sem er í boði. Þýðandi les yfir eigin þýðingu.

Þýðandi sendir þýðinguna til verkefnastjóra sem kemur henni til yfirlesara.

Yfirlesari les leiðbeiningar um þýðingu og tiltækt ítarefni. Yfirlesari les yfir þýðinguna, útprentaða ef það er hægt, og færir leiðréttingar inn í tölvu með breytingarakningu eða öðrum eiginleikum sem auðkenna breytingar. Yfirlesarinn fyllir út gátlista. Yfirlesari sendir þýðinguna aftur til verkefnastjóra sem svo sendir hana til þýðanda til lokayfirferðar.

Þýðandi færir inn þær breytingar sem hann samþykkir og gengur frá skránni. Þýðandi keyrir lokavilluleit sem felur í sér athugun á stafsetningu, kóðaprófun, gæðaeftirlit og aðrar viðeigandi gátanir. Þýðandi fyllir út gæðagátlista.

Þýðandi skilar frágenginni skrá til verkefnastjóra.

Technology and healthcare

Greiðsluupplýsingar

Allar verkbeiðnir sem STP sendir í tölvupósti innihalda nákvæmar leiðbeiningar um reikningsgerð. STP greiðir alla reikninga frá verktökum innan 30 daga frá lokum þess mánaðar sem reikningurinn er dagsettur.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.