Starfsfólk

Okkar mestu verðmæti eru fólgin í stórum hópi innanhússstarfsfólks sem eru þrautþjálfaðir og reyndir þýðendur, þar af margir sem hafa sérfræðiþekkingu á tilteknu sviði, og verkefnastjórar. verkefnastjórar. Innanhússstarfsfólk okkar starfar undir traustri yfirstjórn sem samanlagt býr að meira en 70 ára starfs- og viðskiptareynslu í þýðingum. STP býður upp á ítarlega þjálfun fyrir starfsfólk sitt auk símenntunar, sem tryggir að starfsfólk okkar er vel með á nótunum þegar kemur að framþróun í atvinnugreininni.

Með auknum vexti STP hefur sérhæfðum störfum innan fyrirtækisins fjölgað. Starfsfólkið sem sinnir þessum störfum útvegar rétt verkfæri og lausnir á viðeigandi sviðum fyrir þýðendurna okkar og gegnir mikilvægu hlutverki í því að gera okkur að framúrskarandi fyrirtæki. Með framlagi þeirra getum við greint þarfir og tækifæri tengd viðskiptavinum okkar, verktökum og starfsfólki og tryggt að þau skili góðum niðurstöðum.

Anna-Leena Hilli

Language Technology Specialist

Camilla Arnoldsson Whitlock

Translation Resource Manager

Jennie Bentley

Vendor Manager

Jeremy Castle

IT Support Technician

Mattia Ruaro

Language Technology Specialist

Melissa Elsey

HR Advisor

Í yfirstjórn STP sitja fjórum reynsluboltar úr atvinnugreininni sem vinna náið saman og bæta hver annan upp hvað varðar færni og ábyrgðarsvið. Stjórnendurnir hafa yfir 70 ára reynslu samanlagt, þar á meðal í þýðingum, verkefnastjórnun, upplýsingatækni, markaðsmálum, fyrirtækjarekstri, tengslastjórnun o.s.frv. Þeir bera gott skynbragð á hæfileikafólk og geta náð því besta fram í starfsfólki sínu. Þeir stjórna með því að „leiða“ í stað þess að „draga“.

Adam Dahlström

Language Technology Manager

Anu Carnegie-Brown

Managing Director

Jesper Sandberg

Executive Chairman

Raisa McNab

Learning and Development Manager

Simon Treanor

IT Manager

Susan Hoare

Operations Manager

Reyndir og úrræðagóðir verkefnastjórar skipa framvarðarsveit okkar þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini. Þeir eru flestir færir þýðendur sem eiga eitt af markmálum okkar að móðurmáli eða tala það reiprennandi. Það er trú okkar að þetta sé verðmætur eiginleiki sem gerir þeim kleift að greina verk og undirbúa fyrir þýðendur eins og best verður á kosið.

Með heildstæðum, sérsniðnum verkstjórnunarhugbúnaði okkar og skráðum, skipulögðum verklagsreglum tryggja verkefnastjórar okkar að:

þarfir viðskiptavina séu metnar og fyrirspurnum svarað eins fljótt og auðið er
allt efni og leiðbeiningar séu meðhöndluð og geymd á réttan máta
samskipti á milli viðskiptavinar, verkefnastjóra og þýðanda séu hnökralaus
verkum sé lokið í samræmi við leiðbeiningar viðskiptavinar og innan umsamins tíma

Aleksandar Apostolov

Project Manager

Amy Cottrell

Key Account Manager

Amy Henderson

Production Manager

Anna Lenartowska

Senior Project Manager

Catriona Burns

Senior Project Manager

Chloe Barton

Project Manager

Dilyana Peneva

PM Team Leader

Emilia Dimitrova

Project Coordinator

Igor Solunac

Senior Project Manager

Katherine Walters

PM Team Leader

Megan Hancock

PM Team Leader

Mihaela Ikonomova

Project Manager

Shadia Nitaj

Project Manager

Simon Hart

Senior Project Manager

Valentina Moldovan

Senior Project Manager

Allir þýðendur STP, hvort sem þeir vinna innanhúss eða í lausamennsku, uppfylla lágmarkskröfur sem tilteknar eru í EN 15038-staðlinum, þar sem nauðsynleg færni í þýðingum, málfræði, textagerð, rannsóknum, menningarlæsi og tæknifærni er tryggð með einu eða fleiru af eftirfarandi:

gráðu úr viðurkenndu framhaldsnámi í þýðingum (eða námi sem skilar gráðu)
samsvarandi menntun í öðru fagi og tveggja ára reynslu í þýðingum
minnst fimm ára reynslu í þýðingum

Í raun setur STP mun strangari kröfur en fram koma í þessum grunnkröfum þegar kemur að mati og vali á þýðendum, svo og í stöðugu gæðaeftirliti með þeim. Stöðug eftirfylgni er með gæðum þýðinga hvers einasta þýðanda hjá STP og kemur þar ekki aðeins að samstarfsfólk innan STP heldur einnig afar hæfir yfirlesarar hjá viðskiptavinum okkar og viðskiptavinum þeirra.
Allir þýðendur STP verða að skuldbinda sig til stöðugrar símenntunar (CPD) í samræmi við EN 15038-staðalinn.

Aino Äijö

Account Linguist

Alison Drury

Senior Translator

Amila Jašarević

Senior Danish Translator

Anna Söder

Senior Account Linguist

Antti Lamminen

Lead Translator

Astrid Petersen

Translator

Birgitte Røeggen

Account Linguist

Christina Osorno

Account Linguist

Danielle Davis

Lead Translator

Didde Gaardsted

Account Linguist

Emil Mann

Account Linguist

Emilia Vallinen

Account Linguist

Fredrik Ström

Account Linguist

Hanne Morken

Lead Translator

Ida Hauge

Account Linguist

Jacob Tue Hansen

Account Linguist

Janina Kosma

Senior Translator

Janne Ojamo

Account Linguist

Joakim Laaksonen

Senior Translator

Johan Magnusson

Account Linguist

Johanna Lindroth

Lead Translator

Junie Haller

Translator

Jørn Bjørnerem

Senior Translator

Kajsa Århäll

Account Linguist

Katarina Pellijeff

Translator

Laura Kempster

Translator

Laura Nummela

Account Linguist

Linus Olsson

Translator

Lise Narum Wise

Account Linguist

Maria Esager

Account Linguist

Maria Langford

Translator

Marianne Lund Melchiorsen

Translator

Martta Mäkinen

Account Linguist

Mia Eriksson

Account Linguist

Minna Helminen

Translator and Communications Officer

Mira Keskinen

Account Linguist

Nanna Kristiansen

Account Linguist

Netta Taylor

Account Linguist

Pia Andersson

Translator

Rhys Langley

Senior Translator

Ryan Bury

Account Linguist

Sanna Tirkkonen

Translator

Satu Hirvonen

Senior Translator

Siân Mackie

Senior Translator

Siri Frøystad

Account Linguist

Sofi Kaul

Senior Account Linguist

Tina Henriksen Friis

Senior Account Linguist

Tobias Björkwall

Account Linguist

Tom McNeillie

Lead Translator

Trixie Lignel Hauberg

Lead Translator

William Hagerup

Senior Translator

Lausar stöður

Laus stöðugildi hjá STP eru auglýst hér. Við tökum einnig við umsóknum um stöður innanhússþýðenda sem hafa Norðurlandamál eða ensku að móðurmáli og uppfylla lágmarkshæfniskröfur okkar. Allar umsóknir skulu vera á ensku og þær skal senda með tölvupósti með orðinu „Application“ (umsókn) í efnislínu. Ferilskrá skal fylgja með.

c1

Nýir innanhússþýðendur hjá STP eru valdir með hliðsjón af færni þeirra, menntun og reynslu, ásamt samskiptafærni og getu til að vinna með öðrum innanhússstarfsmönnum. Við metum starfsfólk okkar mikils og leggjum okkur fram um að skapa því umhverfi þar sem allir geta unnið störf sín á skilvirkan máta og þannig að þeir geti verið stoltir af.

Í starfi sem innanhússþýðandi öðlastu reynslu í þýðingum á mismunandi sérsviðum. Við sérhæfum okkur í þýðingum tengdum ökutækjum, almennri tækni (vélaverkfræði, rafmagni, rafbúnaði), upplýsingatækni og hugbúnaðarþýðingum, fjármálum og viðskiptum, en ef þú hefur sérhæft þig á öðru sviði (t.d. á lyfjasviði) færðu einnig tækifæri til að vinna á því.

Við hjá STP notum helst þýðingaforritið memoQ frá Kilgray, auk þess sem við notum reglulega Trados Studio og önnur þýðingaforrit. Ef þú hefur ekki notað memoQ eða Trados Studio áður sjáum við þér fyrir þjálfun. Þú nýtur einnig góðs af innanhússþjálfun okkar og yfirgripsmiklu safni leiðbeininga og ráðlegginga sem koma að gagni við notkun mismunandi þýðingaforrita, auk annarra tækniatriða. Þú færð sömuleiðis fullan aðgang að stóru rafbókasafni okkar með fjölda ein- og tvímálaorðabóka.

Þýðingarnar þínar verða yfirfarnar af öðrum starfsmanni fyrstu 6, 12 eða 24 mánuðina eftir að þú hefur störf hjá STP, allt eftir fyrri reynslu þinni af faginu, og þú færð viðeigandi endurgjöf og leiðsögn. Að jafnaði gerum við ráð fyrir að nýir þýðendur þýði að lágmarki 1500 orð á dag fyrstu mánuðina, eftir því hvert viðfangsefnið er. Þegar þú öðlast meiri reynslu reiknum við með 2000 orðum en sumir innanhússþýðenda okkar þýða allt að 3000–3500 orð á dag.

c1

Við hjá STP notum helst þýðingaforritið Kilgray memoQ, auk þess sem við notum reglulega Trados Studio og önnur þýðingaforrit.

Starfsnám

Á hverju ári ræður STP hóp námsmanna sem hafa lokið grunn- eða framhaldsnámi í þýðingum í tveggja, þriggja eða fjögurra mánaða starfsnám. Í flestum tilvikum þurfa þeir að kunna eitthvert Norðurlandamál. Smelltu hér til að lesa meira um starfsnám hjá okkur.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.