Umsagnir viðskiptavina

Eins og glöggt má sjá af eftirfarandi umsögnum líkar viðskiptavinum okkar samstarfið við STP afar vel og þeir telja að við veitum þeim mjög gagnlega þjónustu. Ef þú hefur ekki unnið með okkur áður, hvernig væri þá að prófa núna? Hafðu samband við okkur með tölvupósti.

Ég hef sent STP það sem kallast í atvinnugreininni „skínandi meðmæli“, og vildi nota tækifærið til að láta ykkur líka vita hvað við höfum verið sérstaklega ánægð með gæði verkanna frá ykkur í gegnum árin – ekki aðeins gæði þýðinganna heldur líka verkefnastjórnunarinnar og þjónustu við viðskiptavini.

Meðalstór þýðingastofa í Bretlandi, 2008

Við höfum nú unnið með STP í um það bil átta ár og samstarf okkar hefur orðið sífellt öflugra með tímanum. Við erum mjög ánægð með framúrskarandi verkefnastjórnun hjá þeim, svo og gæði þýðinganna: Það er afar ánægjulegt að vinna með þeim, þau eru samstarfsfús og fagleg fram í fingurgóma, skila þýðingum ávallt innan tilskilins skilafrests og fá einkar jákvæða umsögn frá yfirlesurum okkar og viðskiptavinum. Við höfum verið ákaflega ánægð hingað til og stefnum að áframhaldandi samstarfi um langt skeið! Þakka ykkur fyrir góð störf og fyrir framlag ykkar til velgengni okkar.

Ein af 50 stærstu alþjóðlegu þýðingastofum heims, 2008

Við höfum unnið með STP frá árinu 2004 og mælum eindregið með þjónustu þeirra og ráðgjöf. Á þessu tímabili hefur STP þýtt ýmis tæknirit og tengt markaðsefni á óaðfinnanlegan hátt yfir á öll Norðurlandamálin. Við höfum notið góðs af gæðaþýðingum STP sem hafa ávallt staðist yfirferð viðskiptavina heima fyrir og oft fengið mjög jákvæða umsögn. STP veitir okkur einnig reglulega tækniaðstoð og ráðgjöf. Í starfsemi okkar kaupum við þýðingaþjónustu af nokkrum utanaðkomandi aðilum og STP ber greinilega af öðrum í þeim hópi. Fagmennska STP er augljós í öllum okkar samskiptum, allt frá upphafi og til loka hvers einasta verks. Við treystum vinnu þeirra algjörlega og þjónusta þeirra spilar stórt hlutverk í því sem við höfum að bjóða á markaðinum.

Meðalstórt tækniþýðingafyrirtæki í Bretlandi, 2014

Bestu þakkir fyrir að sinna verkbeiðnum frá okkur alltaf af vandvirkni og alúð.

Þýðingastofa í Bretlandi, 2008

Í mörg ár hefur STP verið helsti samstarfsaðili okkar fyrir Norðurlandamálin og samband okkar hefur vaxið stöðugt frá upphafi. STP er fyrirtæki sem leggur áherslu á gæði og skjótan viðbragðstíma, auk þess sem þau eru alltaf áreiðanleg og leggja sig fullkomlega fram. Verkefnastjórar þeirra eru meðal þeirra fremstu í geiranum og þeir eru líkt og viðbót við okkar eigin teymi. Geta þeirra og vilji til að taka hugmyndum og nýrri tækni opnum örmum aðskilur þau frá keppinautunum. Við vonumst til að halda samstarfinu við þau áfram um ókomin ár.

Ein af tíu stærstu alþjóðlegu þýðingastofum heims, í Bandaríkjunum, 2014 (stærsti viðskiptavinur STP árið 2013)

Ég hef unnið með STP í mörg ár og hef alltaf getað treyst á eitt: Gæðin. Síðastliðin fimm ár eða þar um bil hefur annar mjög mikilvægur þáttur í því sem STP hefur að bjóða orðið drifkrafturinn í því að viðhalda og bæta samstarf okkar: Tæknin. STP hefur með samstilltu átaki og fjárfestingu þróað tæknilega innviði sem standast samanburð við það sem gerist hjá mörgum mun stærri þýðingastofum. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta tvennt, ásamt mjög hæfu og vinsamlegu starfsfólki, geri það að verkum að við leitum aftur og aftur til STP.

Stór alþjóðleg þýðingastofa í Bandaríkjunum, 2014 (næststærsti viðskiptavinur STP árið 2013)

Frá árinu 2010 hefur STP verið helsti undirverktaki okkar fyrir Norðurlandamálin. Áhersla STP á þjónustu við þýðingafyrirtæki, geta þess til að koma til móts við ólíkar þarfir og vilji til að taka í notkun nýja tækni, til viðbótar við vandvirka verkefnastjórnun og það sem mestu máli skiptir, afar hæfa þýðendur, gera fyrirtækið að ómetanlegum samstarfsaðila.

Meðalstór þýðingastofa í Bandaríkjunum, 2014 (þriðji stærsti viðskiptavinur STP árið 2013)

Það er okkur sönn ánægja að gefa STP okkar bestu meðmæli. Við höfum nú unnið með STP í 18 ár og höfum byggt upp afar náið samband í gegnum árin. Gæði og þjónusta eru okkur mjög mikilvæg og okkur finnst STP að öllu leyti uppfylla væntingar okkar og þær miklu kröfur sem við gerum. Þau skila afar góðum þýðingum og verkefnastjórarnir þeirra veita mjög góða þjónustu þar sem brugðist er fljótt við áríðandi verkbeiðnum. Enn fremur er STP alltaf reiðubúið að aðstoða okkur við úrlausn tæknilegra viðfangsefna og koma með góðar hugmyndir til úrbóta. Allir þessir eiginleikar gera STP að mikilvægum samstarfsaðila, bæði hvað varðar þýðingar og tæknilausnir.

Meðalstórt þýðingafyrirtæki í Danmörku, 2014 (fimmti stærsti viðskiptavinur STP árið 2013

STP hefur verið traustur samstarfsaðili í mörg ár og ávallt skilað gæðaþýðingum og frábærri þjónustu. Í gegnum árin hefur STP aðstoðað okkur við að leysa bæði erfið og viðkvæm verkefni.

Stór þýðingastofa í Svíþjóð, 2014 (sjötti stærsti viðskiptavinur STP árið 2013)

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.