Umsagnir verktaka

Eins og glöggt má sjá af eftirfarandi umsögnum líkar föstum verktökum okkar samstarfið við STP afar vel og finnst við bjóða upp á áhugaverða vinnu, góðan tæknilegan (og andlegan!) stuðning og skilvísar greiðslur. Hugsanlega er það vegna þess að við skiljum virkilega hvernig það er að vera þýðandi þar sem allir nema þrír starfsmenn STP eru menntaðir og reyndir þýðendur, þar af fjórir af fimm í yfirstjórn fyrirtækisins. Ef þú ert sjálfstætt starfandi þýðandi og hefur áhuga á að vera á skrá hjá okkur skaltu senda okkur tölvupóst og senda ferilskrána þína með.

„Það er einstaklega gaman að vinna með STP sem þýðingaverktaki. Ég fæ áhugaverð verkefni frá verkefnastjórum sem eru bæði hjálpsamir og huga að smáatriðum. Öll verkefni eru vel skipulögð og skilafrestur er að jafnaði hæfilegur, sem þýðir að ég get skilað af mér vandaðri þýðingu.“

Sænskur tækni- og hugbúnaðarþýðandi, 2008

„Frábær stofa. Afar faglegt og vingjarnlegt starfsfólk sem sendir fjölbreytt verkefni. Þau borga líka á réttum tíma.“

Danskur verktaki, 2008

„Ég byrjaði að vinna sem verktaki fyrir STP árið 2003. Þetta varð fljótt það fyrirtæki sem ég vann mest fyrir og samstarf okkar hefur alltaf verið ánægjulegt. Mín reynsla er sú að verkefnastjórar þeirra eru hjálpsamir og svara öllum fyrirspurnum tímanlega, þeir hafa góða þekkingu á þýðingatólunum sem þýðendurnir nota og eru almennt mjög hjálpsamir. Greiðslur hafa ávallt borist skilvíslega frá STP, sem er afar mikilvægt fyrir lítil fyrirtæki og sjálfstætt starfandi þýðendur. Þær tegundir verkefna sem ég hef fengið frá STP hafa verið af ýmiss konar lengd og viðfangsefnin fjölbreytt – svo mér leiðist aldrei í vinnunni. STP hefur faglegt viðhorf til þýðinga sem atvinnugreinar og tekur gæði og árangur alvarlega. Það fyllir mig stolti að vera hluti af hópnum þeirra.“

Finnskur verktaki, 2008

„Fagleg stofa sem er afar ánægjulegt að vinna með. Þau taka tillit til athugasemda, aðstoða við tæknimál og svara fyrirspurnum – og þau borga á réttum tíma.“

Danskur lyfjaþýðandi, 2008

„Ég vann fyrsta verkið mitt fyrir STP árið 2006 og þetta er án efa besta stofan sem ég hef nokkru sinni unnið fyrir. STP er ekki bara með allt á réttum stað hvað varðar greiðslur, hæfilegan skilafrest og sanngirni heldur hefur fyrirtækið einnig haft mikil áhrif á að viðhalda starfsþróun minni sem fyrsta flokks þýðanda. Á þeim tíma sem ég hef unnið með þeim hef ég tekið að mér umtalsverð verkefni á öllum þeim sviðum sem ég hef sérhæft mig á. Framúrskarandi innanhússþýðendur og reyndir verkefnastjórar sem eru öllum hnútum kunnugir í gæðamálum veita námsfúsum þýðendum frábæran stuðning og því hefur mér tekist að þróa sérþekkingu mína töluvert í gegnum árin.
Fyrirtækið sjálft býr yfir gífurlegri færni, bæði í þeim tungumálum sem það sérhæfir sig í og þýðingahugbúnaðinum sem það notar. Starfsfólkið er aldrei of upptekið til að aðstoða, og þar gengur framkvæmdastjórinn sjálfur á undan með góðu fordæmi. Á meðan aðrar stofur hafa orðið sífellt ópersónulegri í verkefnastjórnun á sviði þýðinga hefur STP aldrei glatað þeirri persónulegu nánd sem ég upplifði fyrst hjá þeim fyrir næstum áratug. Í sannleika sagt er á allan hátt gefandi að vinna með STP – og það er mikilvægur þáttur fyrir okkur sem höfum þetta að aðalstarfi!“

Enskur tækniþýðandi, 2014

STP hefur séð mér fyrir flestum af mínum verkefnum frá því snemma á þessari öld og mér hefur alltaf þótt þau einstaklega fagleg, hjálpsöm og skemmtilegt að vinna fyrir þau. Ég mæli jafnvel með þeim við aðra viðskiptavini þegar ég á of annríkt til að taka að mér verkefni.“

Enskur fjármála-/ESB-þýðandi, 2014

„Eftir að hafa áður unnið sem verkefnastjóri fyrir aðra þýðingastofu geri ég mér fullkomlega grein fyrir því margvíslega álagi sem fylgir starfinu. Þess vegna dáist ég stöðugt að því að STP skuli aldrei láta á því bera. Verkefnastjórarnir þeirra eru afar vingjarnlegir og faglegir og sjá jafnframt til þess að maður fái allan þann stuðning, tilföng og hjálp sem á þarf að halda til að skila eins góðu verki og kostur er – í stuttu máli sagt er þetta frábært fyrir alla aðila.“

Sænskur tækniþýðandi, 2014

„Ég get sagt í fullri hreinskilni að þið og starfsfólkið ykkar eruð viðkunnanlegasta fólk sem ég hef nokkru sinni unnið með í þessu fagi.“

Sænskur tækniþýðandi, 2008

„Ég hef nú átt gott samstarf við STP í töluvert mörg ár. Við og við hef ég þurft að láta reyna á þolinmæði verkefnastjóranna og yfirlesaranna þeirra og ég get sagt þeim til hróss að þeir hafa alltaf fengið toppeinkunn. Þau eru vingjarnleg, áreiðanleg og fagleg í öllum sínum störfum. STP veitir þýðingaverktökum sínum góða tæknilega aðstoð og þjálfun og kemur fram við þá af virðingu. Það sem meira er – og ég legg sérstaka áherslu á þetta – þau borga alltaf á réttum tíma, svo það er kampavín í morgunmat á hverjum morgni heima hjá mér.“

Finnskur verktaki, 2014

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.