Vinnustofur í háskólum

STP er í nánu samstarfi við háskóla í Bretlandi og á Norðurlöndunum í því skyni að brúa bilið á milli þýðinga sem fræðasviðs og atvinnugreinar.

Við heimsækjum háskóla reglulega á opnum dögum til að segja frá lífinu í heimi atvinnuþýðinga eða tökum þátt í námskeiðum sem ætluð eru til að kynna atvinnugreinina þar sem þýðingafyrirtækjum og sjálfstætt starfandi þýðendum er boðið að koma og spjalla við nemendur. Við höfum kennt meistarabekkjum og í vinnustofum um þýðingatækni í háskólanámi á MA-stigi. Árið 2013 settum við í fyrsta sinn á laggirnar námskeið við háskóla sem var metið til eininga, í verkefnastjórnun á sviði þýðinga við háskólann í Helsinki. Árið 2014 þróaði framkvæmdastjórinn okkar, Anu Carnegie-Brown, námskeið undir heitinu „Kynning á þýðingum sem framleiðslugrein“ fyrir háskólann í Helsinki og fékk til liðs við sig stóran hóp samverkamanna sinna í greininni til að kenna á námskeiðinu. Þetta námskeið er nú fastur hluti af námskrá háskólans og aðrir háskólar í Evrópu hafa lýst áhuga á hugmyndinni líka.

Verkefnastjórnun, þýðingatól

Verkefnastjórnun á sviði þýðinga er smátt og smátt að öðlast viðurkenningu sem lykilsvið sem á að vera hluti af þýðinganámi á MA-stigi, þótt margir háskólar hafi enn ekki fellt það inn í námskrá sína og þeim reynist erfitt að finna kennara í faginu. Þetta viðfangsefni er tilvalið tækifæri fyrir þátttöku þýðingafyrirtækja. STP setti upp gagnvirka þriggja daga vinnustofu í verkefnastjórnun fyrir háskólann í Helsinki árið 2013, og þótti öllum aðilum hún skila afar góðum árangri. Samvinna okkar heldur áfram og uppi eru metnaðarfullar áætlanir um enn víðtækari námskeið.

STP hefur einnig haldið meistarabekk í verkefnastjórnun á sviði þýðinga við háskólann í Leeds, sem hefur hlotið frábærar viðtökur, auk þess sem við höldum reglulega fyrirlestra við aðra háskóla í Bretlandi. Þar kynnum við m.a. þau tækifæri sem standa nýútskrifuðum stúdentum til boða og þörfina fyrir verkefnastjóra á sviði þýðinga á öllum stigum atvinnugreinarinnar, auk þess að miðla sérþekkingu okkar á sviði þýðingatækni.

c1

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.