Starfsnám

STP hefur staðið fyrir yfirgripsmikilli starfsnámsáætlun frá árinu 2010.

 

Við tökum nema frá Norðurlöndunum og Bretlandi bæði í starfsþjálfun sem er hluti af háskólanámi þeirra og í starfsnám sem er algjörlega án hlutdeildar háskóla. Hvort tveggja stendur að jafnaði yfir í 3–4 mánuði. Allir starfsnemar hjá STP fara í gegnum sömu 1–2 vikna starfsþjálfunina og nýir starfsmenn fá hjá okkur. Þar sem starfsnemar eru gjarnan tiltölulega nýir á vinnumarkaðinum eru góðar stjórnunarvenjur og eftirlit árangursríkar leiðir til að viðhalda áhuga þeirra og flýta fyrir þróun þeirra í starfi.

Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst til Anue Carnegie-Brown.

Samningar

Þegar starfsnám er hluti af háskólanámi undirritar STP samningseyðublað frá viðkomandi háskóla. Auk þess undirritar STP alltaf námssamning sem gerður er við starfsnemann áður en starfsnámið hefst. Auk þess sem gerð er ítarleg grein fyrir þeim verkefnum sem sinna skal og skyldum sem um ræðir felur samningur STP í sér yfirgripsmikil trúnaðar- og þagnarskylduákvæði.

Viðmiðunarreglur

Það sem skiptir mestu til að stuðla að árangursríkri starfsþjálfun er að hvor aðili um sig skilji hver réttindi hans og skyldur eru, báðir virði réttindi og skyldur hins aðilans, og að skýrum ferlum, gagnsæjum matsviðmiðum og rekjanlegri vinnuskráningu sé fylgt. Markmiðið með starfsnámi hjá STP er að starfsnemarnir fái reynslu sem líkist raunverulegum vinnuaðstæðum eins mikið og hægt er, en tryggja jafnframt að starfsneminn fái ætíð viðeigandi leiðsögn, eftirlit og stuðning. Eini þátturinn sem starfsnemum hjá STP er að jafnaði hlíft við er tímapressa og væntingar um framleiðni sem yfirleitt er hluti af starfsumhverfi atvinnuþýðenda. Allt starfsnám hjá STP fellur undir landslög í Bretlandi.

Bestu starfsvenjur

Við hjá STP lítum á starfsnemana okkar sem mögulega framtíðarstarfsmenn eða verktaka. Við notum sömu aðferð við að velja og þjálfa þá og við notum til að velja og þjálfa starfsfólk okkar. Þeir verða að fara í gegnum formlegt umsóknarferli, standast þýðingarpróf eða verkefnastjórnunarpróf, útvega meðmæli og standa sig vel í viðtali við okkur. Þeir fá sömu þjálfun í verkferlum og verkflæði fyrirtækisins, leiðbeiningar hvað varðar málnotkun, þjálfun í þýðingatækni og fræðslu um málefni atvinnugreinarinnar og innanhússstarfsmenn okkar fá. Í gegnum tíðina hafa um 50% starfsnema hjá okkur verið ráðin til starfa hjá STP.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.