ELIA Exchange

Rekstrarstjóri STP, Anu Carnegie-Brown, vinnur nú að samræmingu framtaksverkefnis sem kallast „ELIA Exchange“, og ætlað er að stuðla að samvinnu milli evrópskra háskóla og þýðingafyrirtækja.

Í febrúar 2013 fékk ELIA tækifæri til að veita endurgjöf til „European Masters in Translation“, samvinnuverkefnis sem framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna (nú framkvæmdastjórn Evrópusambandsins) hrinti úr vör árið 2006 í þeim tilgangi að bæta stöðu þýðinga sem starfsgreinar í ESB. ELIA ráðfærði sig við meðlimi samtakanna og tilkynnti framkvæmdastjórninni að þeir sem nú væru að ljúka námi í þýðingum væru ekki tilbúnir fyrir starfsumhverfi atvinnuþýðinga án frekari þjálfunar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samráð hefur verið haft við atvinnugreinina. Árið 2011 var leitað ráða hjá 684 evrópskum þýðingastofum á vegum OPTIMALE-verkefnisins til þess að komast að raun um hvaða kröfur væru gerðar um starfshæfni innan þýðingageirans. Svörin voru mjög svipuð.

Innan atvinnugreinarinnar er greinilega ríkjandi það álit að ákveðið rof sé á milli þess sem við þurfum á að halda og þess sem þýðinganám í Evrópu skilar og að kominn sé tími til að háskólar, nemendur og þýðingafyrirtæki leggist á eitt til að bæta ástandið.

Þannig varð framtaksverkefnið „ELIA Exchange“ til. Þetta er áframhaldandi verkefni sem miðar að því að:

  • bregðast við óánægju jafnt innan fræðasviðsins, meðal nemenda og í atvinnugreininni
  • kortleggja samstarf fyrirtækja innan ELIA við fræðasviðið
  • setja saman lista yfir háskóla sem hafa áhuga á samstarfi
  • tilgreina fyrirtæki innan ELIA sem vilja taka þátt í þessu samstarfi á mismunandi svæðum
  • hvetja til og greiða fyrir fundum á hverjum stað
  • greiða fyrir Evrópusamstarfi við ráðningar og starfsnám

Samstarfið getur átt sér stað í þrenns konar mismunandi samhengi:

  • samstarf á sviði atvinnugreinarinnar (háskólanemar og kennarar koma í starfsnám hjá þýðingafyrirtækjum eða fara í vísindaferðir til þýðingafyrirtækja, leiðsögn, þátttaka háskóla í ráðstefnum innan atvinnugreinarinnar)
  • samstarf á sviði fræðanna (þýðingafyrirtæki heimsækja háskóla, halda fyrirlestra og vinnustofur, hafa áhrif á námsefni, kynna starfsgreinina ásamt háskólum)
  • samstarf á sviði rannsókna (MA-ritgerðir og doktorsritgerðir, umfjöllunarefni tengd þörfum atvinnugreinarinnar, fjármögnun, afgreiðslutími)

Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst til Anue Carnegie-Brown.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.