Tengsl við háskólasamfélagið

Starfsnám

STP hefur staðið fyrir yfirgripsmikilli starfsnámsáætlun frá árinu 2010.

Við tökum nema frá Norðurlöndunum og Bretlandi bæði í starfsþjálfun sem er hluti af háskólanámi þeirra og í starfsnám sem er algjörlega án hlutdeildar háskóla. Hvort tveggja stendur að jafnaði yfir í 3–4 mánuði. Allir starfsnemar hjá STP fara í gegnum sömu 1–2 vikna starfsþjálfunina og nýir starfsmenn fá hjá okkur. Þar sem starfsnemar eru gjarnan tiltölulega nýir á vinnumarkaðinum eru góðar stjórnunarvenjur og eftirlit árangursríkar leiðir til að viðhalda áhuga þeirra og flýta fyrir þróun þeirra í starfi.

Lesa meira

Vinnustofur í háskólum

STP er í nánu samstarfi við háskóla í Bretlandi og á Norðurlöndunum í því skyni að brúa bilið á milli þýðinga sem fræðasviðs og atvinnugreinar.

Við heimsækjum háskóla reglulega á opnum dögum til að segja frá lífinu í heimi atvinnuþýðinga eða tökum þátt í námskeiðum sem ætluð eru til að kynna atvinnugreinina þar sem þýðingafyrirtækjum og sjálfstætt starfandi þýðendum er boðið að koma og spjalla við nemendur. Við höfum kennt meistarabekkjum og í vinnustofum um þýðingatækni í háskólanámi á MA-stigi.

Lesa meira

ELIA Exchange

Rekstrarstjóri STP, Anu Carnegie-Brown, vinnur nú að samræmingu framtaksverkefnis sem kallast „ELIA Exchange“, og ætlað er að stuðla að samvinnu milli evrópskra háskóla og þýðingafyrirtækja.

Lesa meira

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.