Tengsl við atvinnugreinina

STP er aðili að mörgum samtökum þýðenda og þýðingastofa og styður ötullega við starfsemi þeirra.

Við reynum eftir fremsta megni að leggja okkar af mörkum til starfsemi hinna fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa innan þessara samtaka að því að auka gæðavitund, bæta gæðastaðla og stuðla að þjálfun ungra þýðenda, símenntun, faglegri ráðvendni, siðareglum fyrirtækja, góðum og sanngjörnum viðskiptaháttum, bættum tæknistöðlum, góðri tækninýtingu og tækifærum til tengslamyndunar sem skilar sér í aukinni arðsemi.

STP hefur öðlast ómetanlega innsýn í málefni atvinnugreinarinnar með þátttöku í ráðstefnum, vinnustofum, vefnámskeiðum o.fl. á vegum þessara samtaka og við hvetjum aðra fagmenn í atvinnugreininni eindregið til að styðja þau og njóta góðs af starfsemi þeirra.

Hægt er að smella á merkin hér fyrir neðan til að opna vefsvæði viðkomandi samtaka og fræðast nánar um helstu starfsemi þeirra og hvað þau leggja megináherslu á.

ATC/EUATC

Bresku samtökin Association of Translation Companies voru stofnuð árið 1976 og eru meðal elstu samtaka heims sem gæta hagsmuna þýðingafyrirtækja. STP gerðist aðili að samtökunum upp úr 2000 og framkvæmdastjóri þess, Jesper Sandberg, starfaði sem varaformaður félagsins milli áranna 2010-2017. STP sendir alltaf stóran hóp á ATC-ráðstefnuna sem haldin er í september ár hvert og Jesper tekur nú þátt í að skipuleggja.
Aðild að samtökunum European Union of Associations of Translation companies (EUATC) ifylgir aðild að ATC. STP hefur sótt árlegu EUATC conference flest árin frá 2009.

GALA

GALA-samtökinGlobalization and Localization Association) voru stofnuð árið 2002 og eru stærstu samtök þýðingastofa í heiminum. Þau eru ekki rekin í hagnaðarskyni en sinna mjög fjölbreyttum verkefnum á víðtæku starfssviði. Meðal annars sjá þau atvinnugreininni fyrir mannafla og öðrum tilföngum og stuðla að menntun, þekkingu og rannsóknum í hennar þágu. Hápunktur ársins er árlega ráðstefnan Business of Language, sem er bæði mikils metinn og mikilvægur viðburður.
Árið 2014–2015 er Jesper Sandberg, framkvæmdastjóri STP, ritari í stjórnGALA þar sem hann tekur þátt í að stuðla að góðum stjórnunarháttum og vinnur að stefnumótun og markmiðasetningu samtakanna.

CSA

Common Sense Advisory (CSA) er fyrirtæki sem vinnur ítarlegar og fjölbreyttar rannsóknir sem varða þýðingageirann á heimsvísu. STP greiddi aðildargjald að Common Sense Advisory árin 2009, 2010 og 2012 og fékk þá fullan aðgang að þeim markaðsrannsóknum sem fyrirtækið vann og birti á þessum árum. Í mörgum tilvikum öðluðumst við gagnlega innsýn í markaðinn við lestur á rannsóknunum og fengum aðstoð við töku ýmissa ákvarðana varðandi markaðsstarf okkar, fjárfestingu í tækni, gæðaeftirlit, starfsmannastefnu o.s.frv.

MultiLingual Computing, Inc.

STP er áskrifandi að Multilingual Magazine, sem gefið er út af Multilingual Computing, Inc. og er samkvæmt lýsingu „… upplýsingaveita fyrir þá sem starfa á sviði hugbúnaðarþýðinga, alþjóðavæðingar, þýðinga og máltækni”. Flestir stjórnendur STP og margir aðrir starfsmenn þess lesa tímaritið sér til gagns og ánægju til að fræðast um nýjustu þróun í atvinnugreininni og öðlast aukna þekkingu á ýmsum málefnum sem þar er fjallað um. Pappírseintakið endar yfirleitt þvælt og marglesið á kaffistofunni, og því er ágætt að áskrifendur hafi jafnframt aðgang að rafrænni útgáfu af hverju tölublaði.

TAUS

TAUS-samtökin (Translation Automation User Society) eru samkvæmt eigin lýsingu „… hugveita fyrir nýsköpun og vettvangur fyrir þjónustu, tilföng og rannsóknir í atvinnugreininni sem gagnast þýðendum um allan heim“. Samtökin leggja megináherslu á vélþýðingar, sem er ástæða þess að STP gekk í samtökin, þ.e. til þess að tryggja að við höfum aðgang að rannsóknum, dæmum um bestu starfsvenjur, gagnatilföngum og efni til þjálfunar sem tengist tölfræðistuddum vélþýðingum og yfirlestri vélþýðinga.

ITI

ITI-samtökin(Institute of Translation & Interpreting) eru einu sérhæfðu samtök starfandi þýðenda og túlka í Bretlandi. Ýmsir stjórnendur STP og sumir þýðendur okkar hafa verið sjálfstæðir aðilar að ITI og STP sem fyrirtæki hefur verið aðili frá árinu 2009. Yfir 3.000 þýðendur og túlkar hafa notið góðs af mikilli viðleitni ITI til að stuðla að sem mestum faglegum gæðum og af margs konar þjónustu sem samtökin veita aðilum sínum. Margir fastir enskir þýðingaverktakar STP eru sjálfstæðir aðilar að ITI og fylgja siðareglum samtakanna.

ELIA

ELIA-samtökin European Language Industry Association) eru vettvangur fyrir þýðingastofur sem ætlað er að styðja samstarf þeirra á milli, samstarf við önnur alþjóðasamtök, og að stuðla að góðum venjum og notkun gæðastaðla í greininni.

STP gerðist aðili að ELIA-samtökunum snemma á árinu 2011 og hefur síðan þá tekið þátt í mörgum af samstarfsviðburðum þeirra. Þetta eru afar vel skipulagðir og upplýsandi viðburðir þar sem andrúmsloftið er vingjarnlegt, afslappað og skemmtilegt.

Rekstrarstjóri okkar, Anu Carnegie-Brown, tekur virkan þátt í áætluninni ELIA Exchange Áætlunin snýr að því að setja saman tilfangasafn og útbúa rammaáætlun í því skyni að greiða fyrir starfsnámi hjá þýðingafyrirtækjum fyrir fólk sem er nýútskrifað úr tungumála- og þýðinganámi eða er langt komið í námi.

Localization World

Ráðstefnur Localization World eru haldnar þrisvar sinnum ár hvert í mismunandi heimshlutum. Ráðstefnurnar eru ætlaðar endanlegum viðskiptavinum í hátækni- og hugbúnaðargeiranum og þeim þýðinga- og tæknifyrirtækjum sem veita þeim þjónustu. STP hefur sótt nokkra viðburði á vegum LocWorld á undanförnum árum og alltaf átt ánægjuleg samskipti við aðra í atvinnugreininni. Auk þess höfum við fengið innsýn í þær áskoranir sem stórir endanlegir viðskiptavinir og aðrir sem kaupa þýðingar á sviði upplýsingatækni þurfa að takast á við og öðlast betri skilning á þeim, sem er sjaldgæft tækifæri fyrir okkur. Þetta hefur auðveldað okkur að skilja betur hvað við getum gert til að aðstoða viðskiptavini okkar sem vinna fyrir þessa stóru endanlegu viðskiptavini.

Þýðendur án landamæra

Þýðendur án landamæra (TWB),Translators without Borders) eru samtök í Bandaríkjunum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og beina kröftum sínum fyrst og fremst að því að miðla þekkingu með þýðingum í mannúðarskyni. Samtökin kynntu fyrstu stuðningsaðila sína á ráðstefnu Localization World í Barcelona í júní 2011. STP var á meðal þeirra mörgu fyrirtækja sem skuldbundu sig til að styrkja starfsemi samtakanna og við endurnýjum stuðninginn ár hvert.
Hlutverk Þýðenda án landamæra (í upphafi stofnuð í Frakklandi undir heitinu Traducteurs sans frontières) er að miðla þekkingu í gegnum þýðingar fyrir mannkynið. Samtökin hafa uppfyllt það hlutverk sitt með gæðaþýðingum í mannúðarskyni, unnum af hópi þjálfaðra þýðenda fyrir frjáls félagasamtök sem stuðla einkum að heilbrigði, næringu og menntun.

Jesper Sandberg, framkvæmdastjóri STP, ákvað að styrkja starfsemi samtakanna í ljósi þess sem hann varð vitni að á AMTA cráðstefnunni í Denver í október 2010, þar sem hann bæði hlustaði á fyrirlestra og hitti notendur þýðingaþjónustu utan þess venjulega viðskiptaumhverfis sem STP starfar yfirleitt í. „Þegar maður er minntur á að stjórnarerindrekar, leyniþjónustur og hjálparstarfsmenn reiða sig á þýðingar við töku ákvarðana sem geta varðað líf og dauða, eða aðstæður flóttamanna sem búa í einhvers konar tómarúmi vegna skorts á viðeigandi túlkum, fær maður aðra sýn á það en dagsdaglega í því viðskiptaumhverfi sem við störfum í,“ segir hann.

STP lýsir ánægju sinni með að eiga þátt í að viðhalda og stuðla að vexti Þýðenda án landamæra, sem sífellt auka magn texta sem er þýddur á vegum samtakanna. Að hluta hefur það verið gert kleift með tækniverkvangi sem þróaður er af www.proz.com og felur í sér fullkomlega sjálfvirka þýðingamiðstöð fyrir frjáls félagasamtök. Af þeim sökum geta TWB séð hundruðum samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni fyrir ókeypis þýðingum með því að tengja sjálfboðaliða sjálfkrafa við verkefni sem þarfnast þýðingar. Öll þýðingavinna fyrir Þýðendur án landamæra er nú unnin af ólaunuðum þýðendum sem vinna sem sjálfboðaliðar.

ALC

Bandarísku ALC-samtökin Association of Language Companies) eru innlend atvinnugreinasamtök fyrirtækja sem bjóða þjónustu á sviði þýðinga, túlkunar, staðfæringar og tungumálakennslu.

Öflugur hópur atvinnurekenda stofnaði samtökin í þeim tilgangi að veita aðilum viðeigandi upplýsingar og útvega þau verkfæri sem tiltæk eru hverju sinni til að tryggja að öll fyrirtæki skili þýðingum og túlkun í hæsta gæðaflokki og auki bæði sölu og hagnað. STP gekk í ALC haustið 2009 og var það liður í því markmiði fyrirtækisins að fjölga viðskiptavinum í Bandaríkjunum.

Síðan þá höfum við sótt flestar af ráðstefnum samtakanna, sem eru bæði mjög faglegar og vel sóttar. Vefsvæði síðustu ráðstefnu er hér. Það opnar vissulega nýjar víddir fyrir evrópska þýðingaþjónustu að fara vestur um haf og STP hefur náð að mynda sterk tengsl við mörg bandarísk þýðingafyrirtæki frá árinu 2009, meðal annars gegnum aðildina að ALC.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.