Verkefnastjórnun

Hér er stutt yfirlit yfir verkferli STP fyrir verkefnastjóra.

Áætlunargerð

Verkefnastjóri okkar áætlar hvaða starfskrafta þarf fyrir verkið og úthlutar því svo á hæfustu þýðendurna/yfirlesarana hverju sinni með hliðsjón af reynslu þeirra og hvort þeir eru lausir til verksins. Verkefnastjórinn greinir hvaða tæknibúnað þarf til að geta unnið verkið vel og gengur úr skugga um að hann sé tiltækur viðkomandi þýðendum og yfirlesurum. Verkefnastjórinn sendir viðskiptavininum tilboð og útbýr skriflega staðfestingu.

Framkvæmd verks

Verkið er unnið í samræmi við verklagsreglur verkefnastjóra og verkferli við þýðingar hjá STP. Verkefnastjórinn skráir allar nauðsynlegar upplýsingar um verkið í verkstjórnunargrunn okkar og heldur utan um verkið á öllum stigum þess til að tryggja að þýðingin sé unnin innan þess ramma sem um var samið, henni sé skilað á réttum tíma og rétt greiðsla innheimt.

Árangursmat

Fylgst er með gæðum þýðinga hjá STP eru með mati og gæðaeftirlitsgátlista sem fylltur er út við hvert verk, í gegnum árlega ánægjukönnun viðskiptavina og með greiningu og samantekt á viðbrögðum viðskiptavina. Gripið er til aðgerða til úrbóta þegar þörf krefur og gæðastjórnunarkerfið er yfirfarið árlega til að greina hugsanlega ágalla sem gætu þurft breytinga með.

c1

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.