Uppskrift

Af og til erum við hjá STP beðin um að skrifa upp raddupptökur á ýmsum tungumálum.

Við aðstoðum með glöðu geði við slík verkefni og tökum fyrir það gjald samkvæmt tímavinnu. Allir þýðendurnir okkar eru frábærir vélritarar og myndu að öllu jöfnu eingöngu skrifa upp upptökur á móðurmáli sínu til að tryggja sem bestan skilning á því sem sagt er.

Tíminn sem það tekur að skrifa upp eina mínútu af töluðu máli í upptöku getur verið töluvert breytilegur eftir einkennum upptökunnar, t.d. eftir því hvort það er einn eða fleiri sem tala, hvort um er að ræða einræðu, samtal tveggja eða hópsamtal, hversu skýrt og samfellt hið talaða mál er, eftir gæðum upptökunnar og vélritunarhraða þess sem skrifar upp í slögum/orðum á mínútu. Allajafna myndum við skrifa upp 8–15 mínútur af raddupptöku á klukkustund.

Við getum skrifað upp eftir flestum algengum hljóð- og myndskráarsniðum og skilum uppskriftinni með lágmarkssniði á einhverju algengu texta- eða ritvinnslusniði.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.