Þýðing

STP uppfyllir BS EN 15038-staðalinn, og við lítum á þýðingar sem afar sérhæft starf. Okkur er ekki heimilt að birta beinar tilvitnanir í 15038-staðalinn en eftirfarandi er umorðun á efni hans.

Þýðandinn færir merkingu frummálsins yfir á markmálið með það að markmiði að skapa texta sem fylgir reglum markmálsins og er í samræmi við verkleiðbeiningar.

Þýðandinn gætir að eftirfarandi í öllu þýðingarferlinu:

  • a) Réttri hugtakanotkun sem er í samræmi við kröfur viðskiptavinarins eða samkvæmt meðfylgjandi hugtakalistum, sem og samræmi í hugtakanotkun í þýðingunni allri.
  • b) Málfræði, þ.m.t. setningaskipan, stafsetningu, greinarmerkjasetningu, textasniði og stafmerkjum.
  • c) Málfari og samloðun í orðanotkun.
  • d) Að öllum meðfylgjandi leiðbeiningum um stíl sé fylgt, þ.m.t. varðandi orðfæri og mállýsku.
  • e) Landsstöðlum og staðbundnum hefðum í rithætti.
  • f) Uppsetningu, þ.e. að snið þýdda skjalsins sé hið sama og upprunalega skjalsins.
  • g) Ætluðum lesendahópi og markmiði þýðingarinnar.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.