Skráavinnsla

Hugbúnaðarsérfræðingar og verkefnastjórar STP búa yfir mikilli þekkingu á mismunandi skráarsniðum og verkfærum, sem gerir okkur kleift að taka að okkur verkefni sem fela í sér notkun á nánast hvaða skráarsniði eða hugbúnaði sem er.

Hvort sem við þurfum einfaldlega að fylgja leiðbeiningum viðskiptavinarins eða sjáum okkur hag í að nota önnur skráarsnið við vinnslu á efninu tryggjum við alltaf 100% tæknilegan heilleika í skráarsniðunum sem við skilum til viðskiptavinanna.

Við aðstoðum viðskiptavini reglulega við að leysa vandamál með óvenjuleg skráarsnið og hugbúnaðarútgáfur sem tengjast þýðingaverkefni, hvort sem það er til þess að áætla verðtilboð eða til að tryggja að notuð sé sú textavinnsla sem kemur sér best í þýðingarferlinu. Viðfangsefnum af þessu tagi hefur fækkað nokkuð síðustu árin, þökk sé jákvæðri samhliða þróun tæknistaðla ásamt bættum stuðningi við skráarsnið og samvirkni milli ólíkra hugbúnaðarforrita, einkum þýðingahugbúnaðar. Hins vegar eru mörg viðfangsefni óleyst enn og STP er alltaf reiðubúið að meta skráarsnið og efni þýðingaverkefnis með gagnrýnum hætti, leggja til þær lausnir sem koma sér best fyrir viðskiptavininn og nota slíkar lausnir að eigin frumkvæði.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.