Sjálfvirkt gæðaeftirlit

Við hjá STP trúum á gæði frá upphafi, sem í okkar huga felur í sér trausta menntun, þjálfun og stöðuga símenntun (CPD) þýðenda ásamt fullmótuðum, ítarlegum verkferlum og hámarksnýtingu þeirra tóla sem í boði eru.

Þótt við gerum okkar besta getum við hins vegar ekki haldið því fram að við séum óskeikul og því nota þýðendurnir okkar frekara gæðaeftirlit með sjálfvirkum kerfum sem finna hugsanlegar villur sem mannsaugað nemur ef til vill ekki í þýddum texta. Þetta geta verið þýðingar sem vantar, ósamræmi, villur í tölum, greinarmerkjasetningu o.s.frv. Gæðaeftirlit felur einnig oft í sér athugun á samræmi milli orðalista eða hugtakagrunns og þýðingar.

Sjálfvirkt gæðaeftirlit er skyldubundið skref í þýðingar- og yfirlestrarverkferlum STP og fer fram ásamt lokavilluleit í lok þýðingarferlisins áður en þýðingu er skilað til viðskiptavinarins, en fer oft einnig fram á fyrri stigum þýðingar.

Þróaðasti þýðingahugbúnaðurinn er með innbyggt gæðaeftirlitskerfi. Hægt er að sérsníða stillingar að miklu leyti eftir því hvaða athuganir þarf að gera og hvers eðlis þýðingaverkefnið er. STP notar yfirleitt eigin stillingar sem notaðar eru innanhúss og eru sérsniðnar fyrir Norðurlandamálin og ensku.

Auk innbyggðra gæðaeftirlitskerfa í þýðingahugbúnaði notar STP einnig önnur tól sem eru sérstaklega þróuð í þessum tilgangi. Til eru mörg slík tól á markaðinum en helstu tólin sem notuð eru hjá STP eru ApSIC Xbench og Yamagata QA Distiller.

Hér má finna leiðbeiningar STP um gæðaeftirlit.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.