Lokafrágangur

Við hjá STP notum hugtakið „lokafrágangur“ fyrir þýðingar.

Þetta er ekki ferli sem er skýrt skilgreint eða tilgreint í 15038-staðlinum. Í staðlinum segir þó um ítarlegan samlestur að taka skuli tilmæli yfirlesara til greina þegar nauðsynlegar leiðréttingar eru gerðar á þýðingunni.

Hjá STP gerir yfirlesari yfirleitt breytingar á þýðingarskránni um leið og hann les hana yfir. Þá felur „lokafrágangur“ hjá okkur í sér að upphaflegur þýðandi fer yfir og tekur tillit til breytinga sem gerðar voru á þýðingunni, auk annarra ábendinga, tillagna og athugasemda sem yfirlesarinn kann að hafa gert.

Þegar sá sem sér um lokafrágang hefur farið yfir breytingar yfirlesara og gengið úr skugga um að þær hafi allar skilað sér rétt og brugðist hafi verið við öllum ábendingum, tillögum og athugasemdum villuleitar viðkomandi þýðinguna og keyrir í sumum tilvikum einnig viðbótarprófanir með sjálfvirkum gæðaeftirlitskerfum og tilkynnir síðan verkefnastjóra að verkinu sé lokið.

Við og við kann lokafrágangur að vera sameinaður ítarlega samlestrinum, þ.e. að yfirlesari sé bæði sá sem les yfir og sá sem sér um lokafrágang og taki þá lokaákvörðun um málefni sem hann hefði að öðrum kosti bent þýðandanum á með ábendingum, tillögum eða athugasemdum.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.