Gerð hugtakalista

Orðalistar á tveimur eða jafnvel einu tungumáli eru auðvitað afar gagnleg hjálpargögn, bæði fyrir viðskiptavini og þýðendur.

Í sumum tilvikum eru þeir algjörlega nauðsynlegir til að hægt sé að ljúka þýðingaverkefni á réttan hátt. Ef enginn orðalisti er til í upphafi verks safnar STP oft saman hugtökum í orðalista meðan unnið er að verkefninu, og við erum alltaf reiðubúin að afhenda viðskiptavininum slíka lista. Ef viðskiptavinur óskar eftir því í upphafi verks að orðalisti með grunnhugtökum og hugsanlega orðasamböndum sem koma oft fyrir sé búinn til við þýðinguna gerum við það líka. Ef búa á til orðalista áður en þýðingavinna hefst, t.d. til að samræma vinnu þýðingateymis og gæta samkvæmni, tekur STP gjald fyrir það.

Í þýðingahugbúnaðinum sem við notum mest, Kilgray memoQ, er mjög fljótlegt og auðvelt að búa til orðalista meðan á þýðingu stendur. Einungis þarf að merkja hugtak í frumtexta og marktexta og nota síðan flýtiskipun á lyklaborðinu til að bæta þeim við orðalistann. Þessi eiginleiki er ekki í boði í öllum þýðingahugbúnaði. Þegar við búum til orðalista áður en við hefjum þýðingavinnu notum við alla jafna eiginleikann til að draga út hugtök í memoQ, sem er mjög öflugur og notendavænn eiginleiki. Þessi eiginleiki notar tölfræðistuddar aðferðir til að ákvarða hversu oft hugtök koma fyrir og getur sjálfkrafa útilokað orð sem hafa litla þýðingu. Þýðandi fer síðan yfir hugtökin sem eru dregin út áður en þau eru sett inn í orðalistann.

Við getum afhent orðalista á öllum helstu dæmigerðu skráarsniðum sem viðskiptavinurinn gæti þurft á að halda.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.