Stjórnun upplýsinga

Of miklar upplýsingar geta verið raunverulegur áhættuþáttur nú á dögum. Það getur verið erfitt að vita hvaða upplýsingar eru tiltækar við tilteknar aðstæður og hvar á að finna þær. Við hjá STP reynum eftir fremsta megni að sjá til þess að allir hjá fyrirtækinu njóti góðs af þeirri mikilvægu færni og þekkingu sem starfsmenn okkar búa yfir og öllum þeim gögnum og upplýsingum sem hafa safnast saman hjá fyrirtækinu með tímanum.

Sagt er að þekking sé máttur og að gott sé að deila með öðrum, en þó gerir STP sér einnig fullkomlega grein fyrir þeirri þörf að halda trúnaði og leynd yfir sumum þeim upplýsingum sem við fáum í hendur. Við tökum trúnaðarskyldu okkar mjög alvarlega og erum alltaf tilbúin að skrifa undir þagnarskylduákvæði þegar viðskiptavinir biðja um það.

Efni viðskiptavina

Allt efni viðskiptavina er meðhöndlað af trúnaði og geymt í vel skipulögðum möppum á netþjóni STP. Allar upplýsingar um verkefni eru skráðar í verkstjórnunargrunninn okkar. Meðan verk er í vinnslu fá viðskiptavinir verktilboð, sem og staðfestingu á pöntun og afhendingarpóst þar sem umfang verksins kemur fram ásamt kostnaði og upplýsingum um afhendingu.

c1

Innra net

Á innra neti STP hefur allt starfsfólk okkar góðan aðgang að upplýsingum um ýmiss konar efni sem tengist daglegum störfum þess, eins og sýnt er á eftirfarandi skjámyndum.

c1
c1

Hluti af daglegum störfum innanhússþýðenda er að finna tengla í gagnlegar rannsóknir og íðorð, auk almennra upplýsinga um þýðingar, og safna þeim saman á innra netinu. Í hvert sinn sem nýjum tenglum er bætt við eru allir innanhússþýðendur látnir vita. Sem stendur eru tiltækar yfir 500 slíkar heimildir um mörg algeng svið og nokkur mjög sértæk svið. Efni á ensku og Norðurlandamálunum er í miðdepli, en einnig er að finna efni á mörgum öðrum tungumálum. Við deilum þessum upplýsingum með glöðu geði með öllum fagþýðendum. Smellið hér til að opna tengla í þýðingarhjálpargögn í nýjum vafraflipa.

Wiki-síður

STP hefur búið til þónokkrar wiki-síður á innra neti sínu og þær mikilvægustu eru birtar hér. Þær veita starfsfólkinu aðgang að miklu magni af dýrmætum upplýsingum sem hægt er að leita í eftir leitarorðum.

Innanhússupplýsingar um hugbúnað fyrir STP

Algengar spurningar og leiðbeiningar um verkefnastjórnun

Sérstakar leiðbeiningar frá viðskiptavini

Góð ráð um notkun memoQ og þjálfun

Vélþýðingar og yfirlestur vélþýðinga

Fréttir af þýðingariðnaðinum úr sérútgáfu Tool Box Journal eftir Jost Zetzscheí gagnagrunni sem hægt er að fletta og leita í.

c1

Sérstakar leiðbeiningar frá viðskiptavini

Ítarlegar upplýsingar um verkferli viðskiptavina okkar, verkfæri, sérstakar óskir og hliðsjónarefni eru vistaðar í skjölum okkar um „Sérstakar leiðbeiningar frá viðskiptavini“ og á reglulega uppfærðum wiki-síðum. Verkefnastjórar STP nota þessar upplýsingar til að geta boðið viðskiptavinum okkar eins góða þjónustu og frekast er unnt þar sem tekið er tillit til þarfa þeirra og væntinga, sem gerir þeim aftur kleift að tryggja sínum viðskiptavinum góða þjónustu.

c1

Algengar spurningar um verkfæri

Við höfum safnað saman hundruðum gagnlegra ábendinga, góðra ráða og úrræða fyrir mismunandi forrit, með sérstakri áherslu á Trados 2007 og bilanagreiningu í Trados. Einnig er til mikið magn gagnlegra leiðbeininga um Microsoft Word og Excel, Adobe Acrobat og önnur forrit. Þessar spurningar og svör um verkefni nýtast vel til að kynnast eiginleikum og lausnum við algengum vandamálum í daglegu starfi þýðandans. Smellið hér til að opna algengar spurningar STP um verkfæri í nýjum vafraglugga.

c1

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.