Starfsábyrgðartrygging

STP er með starfsábyrgðartryggingu upp að hámarki 250.000 pund fyrir hverja kröfu, og tekur hún m.a. til bótaábyrgðar í Bandaríkjunum. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir mannleg og tæknileg mistök og tryggja að verkin sem við skilum uppfylli allar kröfur viðskiptavina okkar um gæði. Aftur á móti er ógjörningur að ábyrgjast að aldrei komi upp nokkur mannleg eða tæknileg mistök eða mistök í tengslum við verkferli og því lítum við svo á að okkur sé sem fyrirtæki ekki stætt á öðru en að vera tryggð fyrir slíku. Við höfum haft þessa tryggingu frá árinu 1995, en aldrei hefur reynt á hana.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.