ISO 17100

Í alþjóðlega ISO 17100-staðlinum eru settar fram kröfur um ferli, tilföng og aðra þætti sem eru nauðsynlegir til að veita góða þýðingaþjónustu.

ISO 17100

Til viðbótar við vottun STP samkvæmt EN 15038-staðlinum fékk STP vottun samkvæmt ISO 17100-staðlinum í byrjun árs 2016.

Í ISO 17100-staðlinum eru settar fram kröfur um lykilferli, tilföng og aðra þætti sem nauðsynlegir eru til að þýðingaþjónusta geti veitt góða þýðingaþjónustu.

Í ISO 17100 er fjallað um ferli við verkefnastjórnun, þýðingar- og yfirlestrarferlið, samskipti við viðskiptavini og samninga, meðhöndlun gagna og upplýsinga og kröfur varðandi starfshæfni, menntun og hæfi auk símenntunar þýðenda, yfirlesara og verkefnastjóra.

Innra gæðastjórnunarkerfi okkar liggur til grundvallar starfsemi okkar og myndar þann skjalfesta ramma sem vottunin byggist á.

„ISO 17100-vottunin er frábær staðfesting á gæðum vinnu okkar,“ segir Raisa McNab, yfirmaður gæðamála og starfsmannaþjálfunar STP. „Hún tryggir að viðskiptavinir okkar og verktakar viti að STP er þýðingafyrirtæki þar sem metnaður er lagður í öll verk og þar sem notast er við traust og skjalfest gæðaferli. Fyrir viðskiptavinina þýðir hún að þeir geta ekki aðeins treyst á gæði þeirra þýðinga sem við vinnum fyrir þá heldur einnig á verkferli okkar. Hún merkir einnig að þeir geta treyst á færni og þjálfun verkefnastjóra okkar og getu þeirra til að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki.“

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.