Ákvæði og skilmálar

Ákvæði og skilmálar

Sem reyndur þjónustuaðili þýðingastofa um allan heim hefur STP skrifað undir mörg hundruð verktakasamninga, þjónustustigssamninga og trúnaðarsamninga við viðskiptavini sína. Í þeim tilvikum sem STP hefur ekki undirritað samning við viðskiptavin gilda eigin ákvæði og skilmálar fyrirtækisins. Smellið her til að opna ákvæði og skilmála okkar í öðrum flipa (aðeins í boði á ensku).

Ákvæði og skilmálar fyrir notkun vefsvæðisins

Velkomin(n) á vefsvæðið. Ef þú heldur áfram að skoða og nota vefsvæðið samþykkirðu að fara að og vera bundin(n) af eftirfarandi notkunarskilmálum sem gilda, ásamt persónuverndarstefnu okkar, um tengsl Sandberg Translation Partners við þig með tilliti til þessa vefsvæðis.

Hugtökin „Sandberg Translation Partners“, „STP“ og „við“ vísa til eiganda vefsvæðisins sem er með skráða skrifstofu að Fleming Court, Leigh Road, Eastleigh, Southampton SO50 9PD, Englandi. Hugtökin „þú“, „þig“ og „þér“ vísa til notandans eða þess sem skoðar vefsvæðið okkar.

Notkun þessa vefsvæðis fellur undir eftirfarandi notkunarskilmála:

  • Efnið á síðum þessa vefsvæðis er einungis ætlað til almennra upplýsinga og notkunar. Það getur breyst án fyrirvara.
  • Hvorki við né þriðju aðilar veita neina ábyrgð eða tryggingu að því er varðar nákvæmni, tímanleika, frammistöðu, afköst, heilleika eða hentugleika upplýsinganna og efnisins sem finna má eða boðið er upp á á þessu vefsvæði í ákveðnum tilgangi. Þú viðurkennir að í slíkum upplýsingum og efni getur leynst ónákvæmni eða skekkjur og við undanskiljum okkur sérstaklega ábyrgð á hvers kyns slíkri ónákvæmni eða skekkjum að því marki sem lög leyfa.
  • Notkun þín á hvers kyns upplýsingum eða efni á þessu vefsvæði er alfarið á þína eigin ábyrgð, við berum ekki ábyrgð á henni. Það skal vera á þína eigin ábyrgð að tryggja að hvers kyns vörur, þjónusta eða upplýsingar sem fáanlegar eru gegnum þetta vefsvæði uppfylli sértækar kröfur þínar.
  • Þetta vefsvæði inniheldur efni sem við eigum eða höfum leyfi til að nota. Meðal þessa efnis er hönnun, skipulag, yfirbragð, útlit og myndræn útfærsla. Fjölföldun er bönnuð nema í samræmi við yfirlýsingu um höfundarrétt, sem er hluti af þessum skilmálum.
  • Öll vörumerki sem eru birt á þessu vefsvæði og rekstraraðilinn á ekki eða hefur leyfi til að nota eru auðkennd sem slík á vefsvæðinu.
  • Óleyfileg notkun á þessu vefsvæði kann að leiða til skaðabótakröfu og/eða kann að vera refsiverður verknaður.
  • Þetta vefsvæði hefur einnig að geyma tengla í önnur vefsvæði. Þessir tenglar eru ætlaðir þér til hægðarauka til að nálgast frekari upplýsingar. Það þýðir ekki að við styðjum þessi vefsvæði. Við berum enga ábyrgð á efni vefsvæðanna sem tenglarnir vísa í.
  • Notkun þín á þessu vefsvæði og hvers kyns ágreiningur sem leiðir af slíkri notkun á vefsvæðinu fellur undir ensk og velsk lög.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.