Viðskiptavinir

99% allrar vinnu sem STP sinnir eru fyrir önnur þýðingafyrirtæki.

Þýðingafyrirtæki

Við vinnum fyrir rúmlega 330 slíka viðskiptavini, allt frá einyrkjum til þriðjungs af 100 stærstu fyrirtækjum heims (samkvæmt skýrslu Common Sense Advisory, „The Language Services Market: 2013“).

Við sinnum öllum verkum af sömu alúð og athygli, allt frá litlum stökum verkum yfir á eitt tungumál yfir í verk sem eru mörg hundruð þúsund orð og þar sem margir þýðendur þurfa að vinna saman í hópi.

Markmið okkar er að mynda ávallt náið og markvisst samstarf við viðskiptavini okkar þegar því verður við komið og þannig að báðir aðilar séu ánægðir. Það krefst vinnu að mynda slíkt samband. Í okkar huga borgar sú vinna sig fullkomlega og sést það best á þeirri staðreynd að 26 af 50 stærstu viðskiptavinum okkar hafa verið í viðskiptum hjá okkur í meira en tíu ár.

stp_languages_clients

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.