Verð

Við vinnum með það að markmiði að sameina gæði og viðráðanlegt verð, sniðið að þörfum viðskiptavina þýðingafyrirtækja.

img_prices

Taxtarnir okkar eru kannski ekki þeir lægstu sem fyrirfinnast en þeir eru heldur ekki hærri en gengur og gerist hjá færum og reyndum sjálfstætt starfandi þýðendum. Þegar við þetta bætist teymi reyndra, úrræðagóðra og þjónustumiðaðra verkefnastjóra og mikil tækniþekking er auðvelt að sjá hvers vegna það borgar sig að skipta við okkur. Taxtarnir okkar eru líklega hagstæðastir fyrir þýðingaverk þar sem þýða þarf yfir á mörg tungumál og fyrir fasta viðskiptavini, þar sem við getum veitt afslátt af taxta vegna sparnaðar sem fylgir straumlínulagaðri verkefnastjórnun og hugvitssamlegri notkun þýðingatóla.

Viðskiptavinir okkar spara á tvo vegu:

  • í tíma þegar keyptar eru þýðingar hjá okkur yfir á mörg tungumál
  • í tíma og heildarkostnaði verka þegar bæði er keypt þýðing og ítarlegur samlestur hjá okkur

Hafðu samband við okkur með tölvupósti til að fá upplýsingar um verð í evrum, breskum pundum eða dollurum. Verð á orð í frumtexta á Norðurlandamálunum er eilítið hærra en verð á orð fyrir enskan frumtexta. Þetta kemur til af þeirri ástæðu að orðafjöldi í Norðurlandamálunum er allajafna minni en í samsvarandi enskum texta vegna formfræðilegs mismunar milli tungumálanna. Við reiknum yfirleitt með því að danskur, norskur og sænskur texti sé með 10–20% færri orð en samsvarandi enskur texti og finnskur texti allt að 40–50% færri orð.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.