Þýðingaþjónusta fyrir sænsku

Sænska

Language Combinations

Þýðingaþjónusta STP fyrir sænsku miðast einkum við þýðingar úr ensku, og að minna marki úr þýsku, frönsku og hinum Norðurlandamálunum.

  • Þýðingar úr ensku á sænsku
  • Þýðingar úr dönsku á sænsku
  • Þýðingar úr finnsku á sænsku
  • Þýðingar úr frönsku á sænsku
  • Þýðingar úr þýsku á sænsku
  • Þýðingar úr norsku á sænsku

Viltu fá tilboð í þýðingaþjónustu okkar fyrir sænsku? Hafðu samband við okkur gegnum fljótlegt og einfalt samskiptaeyðublað.

About the language

Sjá einnig grein á Wikipedia um sænsku.

Sænska (svenska) er norðurgermanskt tungumál, móðurmál rúmlega 9 milljón manna, að mestu leyti í Svíþjóð og hlutum Finnlands, sérstaklega meðfram ströndinni og á Álandseyjum.

Sænska stafrófið er 29 stafir, byggt á hinu hefðbundna 26 stafa latneska stafrófi, með þrjá aukastafi, Å/å, Ä/ä og Ö/ö.

Style guide

STP hefur útbúið sínar eigin leiðbeiningar um stíl fyrir sænsku sem allir þýðendur okkar fylgja við vinnu sína, nema sérkröfur frá viðskiptavini eða vegna verkefnis hafi forgang.

Language assets

Með því að sérhæfa sig í takmörkuðum fjölda tungumála getur STP fjárfest skynsamlega í hliðsjónarefni innanhúss, bæði málfræðilegu og á tilteknum sérsviðum.

Við búum yfir ítarlegu safni almennra og sértækra orðabóka, bæði á rafrænu og efnislegu formi, sem allir þýðendur innanhúss hafa aðgang að. Viðskiptavinir geta verið ófeimnir við að spyrjast fyrir um hvaða hliðsjónarefni við notum fyrir viðkomandi þýðingu.

Þar sem STP hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 1995 fjárfest í tækni og aukið umsvif sín umtalsvert ár frá ári hafa allir innanhússþýðendur aðgang að miðlægum þýðingaminnum sem innihalda milljónir þýddra orða, bæði úr eldri þýðingaverkum sem og úr opnum gagnagrunnum frá aðilum eins og Evrópusambandinu, Lyfjastofnun Evrópu  og Microsoft. Fyrir tungumálasamsetninguna ensku-sænsku eigum við vel rúmlega 80 milljónir orða í þýðingaminnum innanhúss, sem er gríðarlega verðmætur hugtakagrunnur fyrir innanhússþýðendur okkar.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.