Þýðingaþjónusta fyrir íslensku

Íslenska

Language Combinations

Íslenska er eina Norðurlandamálið sem við sinnum ekki innanhúss. Íslenska er nýjasta tungumálið sem við bjóðum upp á og eins og er eru þýðingar tengdar íslensku í höndum samstarfsaðila. Enska er algengasta frummálið en eitthvað er um þýðingar úr öðrum tungumálum líka, þó svo að afkastageta sé takmörkuð.

  • Þýðingar úr ensku á íslensku
  • Þýðingar úr dönsku á íslensku
  • Þýðingar úr þýsku á íslensku
  • Þýðingar úr sænsku á íslensku

Viltu fá tilboð í þýðingaþjónustu okkar fyrir íslensku? Hafðu samband við okkur gegnum fljótlegt og einfalt samskiptaeyðublað.

About the language

Sjá einnig grein á Wikipedia um íslensku.

Um tungumálið

Íslenska er eitt af Norðurlandamálunum og tilheyrir vesturnorrænu málaættinni, sem er hluti af germönsku og indóevrópsku tungumálaættinni. Hún er móðurmál langflestra Íslendinga (97%), sem eru um 320.000.

Íslenska er skrifuð með latneska stafrófinu og í íslenska stafrófinu eru eftirfarandi 32 stafir:

A Á B D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö

Broddarnir yfir sérhljóðunum tákna hvorki áherslu né lengd, eins og tíðkast gjarnan í öðrum tungumálum, heldur tákna þeir annað hljóðgildi.

Íslenska er skyld Norðurlandamálunum færeysku, norsku, dönsku og sænsku, en beygingakerfi hennar er flóknara og líkara fornnorrænu, sem er frumtunga norrænu málanna.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.