Tungumál

Um 80% alls texta sem STP þýðir eru yfir á Norðurlandamálin.

Kynning

Oft erum við spurð hvers vegna þýðing okkar yfir á eitthvert Norðurlandamálanna sé styttri en enski frumtextinn, hvers vegna orðskipting sé öðruvísi eða hvers vegna orð og jafnvel vöruheiti séu beygð. Undir tungumálatenglunum má finna upplýsingar um tungumálin okkar og algengar reglur um málfræði og greinarmerkjasetningu.

Almenna reglan er sú að Norðurlandamálin nota færri orð en samsvarandi texti á ensku. Ástæðan er oftar en ekki notkun samsettra orða (tveggja eða fleiri orða sem sett eru saman í eitt) og beygingamálfræði í finnsku. Alla jafna áætlum við 10–20% færri orð í dönsku, norsku og sænsku en í samsvarandi enskum texta, og í finnsku getur orðafjöldinn verið allt að 40–50% minni en í ensku.

Þýðingar yfir á Norðurlandamálin

Þýðingar yfir á ensku

english

Önnur markmál

STP er alltaf boðið og búið að aðstoða önnur þýðingafyrirtæki við stök þýðingaverk úr ensku yfir á önnur tungumál. Sendu okkur fyrirspurn í tölvupósti.

Svið og skjalagerðir

STP vinnur þýðingar á mörgum sértækum sviðum, þar á meðal þeim sem talin eru upp hér að neðan. Textarnir sem við vinnum með eru oft tengdir tækni/verkfræði, ökutækjum, fjármálum, lagamálum, viðskiptum, læknisfræði, hugbúnaði/tölvum/raftækjum og ferðaiðnaði. Hafið samband til að fá frekari upplýsingar um reynslu okkar af þýðingum innan sértækra sviða.

Bókhald, landbúnaður, arkitektúr, ökutæki, flug, snyrtivörur, líftækni, viðskipti, efnafræði, byggingaverkfræði, samskipti, tölvunet, byggingariðnaður, raftæki, netverslun, netkennsla, rafmagnsverkfræði, orka, skemmtanaiðnaður, umhverfi, Evrópusambandið, fjármál, matvæli, skógrækt, húsgögn, stjórnvöld og stjórnmál, heilsa og öryggismál, húsbúnaður, mannauður, upplýsinga- og leitarþjónusta, tryggingar, lögfræði, vélaverkfræði, læknisfræði, hermál, námuvinnsla, hljóðfæri, skrifstofubúnaður, olía og gas, orkuframleiðsla, lestir, siglingar, netsamfélög, hugbúnaður, íþróttir og tómstundir, kennsla og menntun, ferðamannaiðnaður, viðskipti og flutningar.

Textarnir sem við þýðum eru notaðir í ýmsum tilgangi, afhentir á ýmiss konar skjalagerðum og gefnir út á mismunandi formi. Hér er upptalning á nokkrum algengustu gerðum verka og skjala sem við vinnum með.

Ársskýrslur, bækur, bæklingar, vottorð, klínískar prófanir, siðareglur, samningar, netkennsluefni, bókhalds- og fjárhagskerfi, leyfissamningar, staðbundnar öryggismerkingar, útboðslýsingar, grafík/margmiðlun, leiðbeiningar, tryggingar, upplýsingaskjöl fyrir kjölfestufjárfesta, merkingar, lagalegir samningar, löggjöf, tilkynningar til hluthafa, málsóknir, markaðs-/kynningarefni, handbækur með lækningatækjum, fundargerðir, fréttabréf, nethjálp, umbúðir, einkaleyfi, fréttatilkynningar, skýrslur, öryggisblöð, einfaldar útboðslýsingar, spurningalistar, skyggnusýningar, hugbúnaðarviðmót, samantekt á vörueiginleikum, kannanir, tæknilegar handbækur, útboð, textastrengir/listar, þjálfunarefni, handrit, notendaleiðbeiningar, notendahandbækur, vefsvæði, viðgerðarhandbækur.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.