Sérhæfðir þýðendur Norðurlandamála sem njóta trausts þýðingastofa um heim allan

STP var stofnað árið 1995 og er stærsta og rótgrónasta þýðingafyrirtæki heims sem sérhæfir sig í Norðurlandamálunum og ensku. Sem þýðingafyrirtæki og undirverktaki í samstarfi við önnur þýðingafyrirtæki þjónum við viðskiptavinum um allan heim. Við búum að fjölmennu og hæfileikaríku teymi innanhússþýðenda og verkefnastjóra og erum þekkt fyrir gæði og þjónustu. Við leggjum áherslu á að standa undir því orðspori í öllu starfi okkar.

LESA MEIRA
ÓSKA EFTIR TILBOÐI SKRÁNING SEM BIRGIR

Latest Tweets

GERAST ÁSKRIFANDI AÐ FRÉTTABRÉFI OKKAR

Ársfjórðungslegt fréttabréf frá STP með fréttum, greinum og áhugaverðri umfjöllun um Norðurlöndin

Þýðingaþjónusta fyrir Norðurlandamál – sveigjanleiki er okkar aðalsmerki

Við vitum að hver viðskiptavinur hefur sínar sértæku þarfir. Þess vegna leggjum við áherslu á sveigjanlega, sérlega fagmannlega þjónustu og elskulegt viðmót gagnvart öllum viðskiptavinum okkar, sem sækja til okkar þýðingar og staðfæringar á ensku, dönsku, finnsku, frönsku, þýsku, íslensku, norsku og sænsku. Við tökum að okkur nánast allar gerðir texta á hvaða sérsviði sem er og notum hvern þann hugbúnað sem með þarf.

LESA MEIRA

"Ég hef sent SFÖ það sem kallast í atvinnugreininni „skínandi meðmæli“, og vildi nota tækifærið til að láta ykkur líka vita hvað við höfum verið sérstaklega ánægð með gæði verkanna frá ykkur í gegnum árin – ekki aðeins gæði þýðinganna heldur líka verkefnastjórnunarinnar og þjónustu við viðskiptavini."
Meðalstór þýðingastofa í Bretlandi, 2008
"Frá árinu 2010 hefur STP verið helsti undirverktaki okkar fyrir Norðurlandamálin. Áhersla STP á þjónustu við þýðingafyrirtæki, geta þess til að koma til móts við ólíkar þarfir og vilji til að taka í notkun nýja tækni, til viðbótar við vandvirka verkefnastjórnun og það sem mestu máli skiptir, afar hæfa þýðendur, gera fyrirtækið að ómetanlegum samstarfsaðila."
Meðalstór þýðingastofa í Bandaríkjunum, 2014 (þriðji stærsti viðskiptavinur STP árið 2013)
"Frá árinu 2010 hefur STP verið helsti undirverktaki okkar fyrir Norðurlandamálin. Áhersla STP á þjónustu við þýðingafyrirtæki, geta þess til að koma til móts við ólíkar þarfir og vilji til að taka í notkun nýja tækni, til viðbótar við vandvirka verkefnastjórnun og það sem mestu máli skiptir, afar hæfa þýðendur, gera fyrirtækið að ómetanlegum samstarfsaðila."
Meðalstór þýðingastofa í Bandaríkjunum, 2014 (þriðji stærsti viðskiptavinur STP árið 2013)

FLEIRI UMSAGNIR

Afburða starfsfólk, frábær þjónusta

Verðmætasta auðlindin okkar er fjölmennt starfslið innanhússþýðenda, verkefnastjóra og þýðenda með sérfræðiþekkingu á tilteknu sviði, sem búa yfir margháttaðri reynslu og færni. Innanhússstarfsfólk okkar starfar undir traustri yfirstjórn sem samanlagt býr að meira en 80 ára starfs- og viðskiptareynslu í þýðingum. Við bjóðum starfsfólki okkar víðtæka starfsþjálfun og leggjum ríka áherslu á faglega þjálfun, til að tryggja að við fylgjumst ævinlega vel með þróun og nýjungum innan starfssviðs okkar.

Sérfræðingar í þýðingatækni

Í okkar augum er nútímavélbúnaður og -hugbúnaður ekki aðeins nauðsynlegur heldur veitir hann fyrirtækinu samkeppnisforskot. Við búum yfir ítarlegu, þróuðu og fullsamþættu verkefnastjórnunarkerfi sem við höfum sjálf þróað og leitumst við að fjárfesta í nýjustu þýðingaforritunum. Við nýtum okkur einnig sérhvert tækifæri til að hámarka skilvirkni í bæði umsýslu og úrvinnslu verkefna og nýtum til þess bæði fjöldaframleiddan og sérhannaðan hugbúnað.

Gæði ofar öllu

Bæði við og viðskiptavinir okkar njótum góðs af vönduðum og ítarlegum verkferlum okkar. Þjálfunaráætlunin sem við bjóðum starfsfólki okkar, sérhannaður verkefnastjórnunarhugbúnaður og ISO 17100-vottun okkar, ásamt tengdum gæðastjórnunarkerfum, eru til marks um þetta. Við höfum á takteinum siðareglur ýmissa helstu samtaka á okkar sviði og fylgjum þeim í öllu okkar starfi.

Faglegt stolt

Á hverju ári eigum við samskipti við þúsundir þýðenda og viðskiptavina. Við erum einnig aðilar að starfi ýmissa samtaka innan starfsgreinarinnar og tökum virkan þátt í viðburðum á þeirra vegum, auk þess sem við eigum öflugt samstarf við háskólasamfélagið. Við leggjum okkur fram um að halda góðu sambandi við alla hagsmunaaðila og upplýsum þá reglulega umþað sem er að gerast hjá STP.

© 2016 Sandberg Translation Partners Ltd. Vefsvæði sett upp af Websites for Translators. Allur réttur áskilinn.